Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Í sveitinni, í sveitinni

Fór með bóndanum og börnunum í fjárhúsin í dag.  Verð að viðurkenna að ég hef ekki verið neitt æðislaga dugleg að heimsækja rollurnar í vetur, en þetta var voða stuð. Skellibjöllunni þykir fátt skemmtilegra en að fara í fjárhúsin.  Hún er rosalega mikil sveitamanneskja.  Þar sem ég er sjálf alin upp í sveit, er ég s.s. ekki óvön sveitastörfum, þó að ég sjálf hafi alltaf verið meira í fjósinu heldur en í fjárhúsunum.  En þetta var gaman. Smile

Eitt ár á Austurlandi

Í dag er ár síðan við fluttum frá Selfossi og á Egilstaði.  Þá var ég ólétt af Soffíu og gat lítið gert.  Þá hafði ég ekki flutt öðruvísi en ólétt, því ég var kasólétt af Siggu þegar við fluttum í íbúðina á Selfossi.  Þetta ár er búið að vera viðburðarríkt, við eignuðumst hana Soffíu og fluttum svo upp í sveit í janúar. Ég held að afkvæmin uni sér bara vel á austurlandinu, og ég s.s. líka, auðvitað er maður langt frá fjölskyldunni, en maður kamst af.

Í minningu Kalla

Já nú er hann Kalli okkar Sigguson allur.  Honum var hjálpað inn í eilífðina af húsbónda sínum og meistara sem var alveg búin að fá sig fullsaddann af ástandinu.  Að ég tali nú ekki um húsmóðurina á heimilinu sem andar núna léttar og sér fram á það að þurfa ekki endalaust að vera með sótthreinsituskuna á lofti, þrífandi upp saur og þvag eftir skepnuna hér og þar.  Það gékk svo langt á stundum að kötturinn var farin að géra þarfir sínar í barnahúsgögnin, og það var húsfreyjan ekki að fýla.  En nú er það s.s allt að baki.  Það var loksins tekið af skarið. Nú gétur vorhreingerningin byrjað.  Sumum finnst ég kannski frekar köld, hvernig ég tala. En við Kalli áttum svona gott haturssamband.  Ég þoldi hann ekki og hann þoldi mig ekki.  Ég ætlaði nefnilega aldrei að fá mér kött til að byrja með.  Símon og Siggu langaði í kött og hamingjan var mjög mikil þegar við fengum hann á þrettándanum fyrir rúmu ári.  En þetta fór úr böndunum.  Hegðun hans fór úr böndunum. Þannig að þannig fór það.

Svo Kalli Sigguson er allur.


Japanskur veruleiki

Svona er Japan í dag?  Vonandi ekki.  Að fólk skuli bara skilja börnin sín eftir og ekki einu sinni skilja eftir neinar upplýsingar um þau.  Ekki einu sinni nafn. Ömurlegt!

 


mbl.is 15 börn skilin eftir í hitakassa til ættleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri

enþá heima hjá mömmu og pabba þá væri ég búin að öllu sem ég þarf að géra á netinu á þeim tíma sem það tekur að opna heimasíðuna hér.  Já ég er s.s. komin heim í hææææææggggggguuuuuuu nettenginguna mína.  Á meðan tölvan mín opnar mbl.is hér hefði ég sjálfsagt verið búin að tékka póstinn minn og blogga líka heima hjá mömmu.  Hún er með ADSL, ekki ég. Og ég hef ekki einu sinni möguleika á því.  FÚLT!  En allavegana þá er páskafríið búið þetta árið, og við mæðgur komnar heim aftur.  Við hefðum viljað géra meira og heimsækja fleiri. En þar sem við náðum okkur í heiftarlegt kvef, þá voru síðustu dagarnir bara teknir rólega.  Skrifa meira seinna.

Lifið heil


Veikara kynið hvað?

Afhverju er það, að kallar verða alltaf miklu vikari en konur. Þó að þeir fái sömu pestina.  Þeir leggjast í rúmið og géta ekki hreift sig, en alltaf erum við á fótum og gætum bús og barna.

Pæling!!!


Þau stækka svo hratt

Í dag, páskadag, er snúllan mín pínulitla 6 mánaða.  Samt fæddist hún bara í gær, finnst manni.  Ég er búin í fæðingarorlofi en tími bara ekki að fara að vinna strax.  Ég sé bara til. Stóra skellibjallan mín er líka orðin svaka stór.  Mikið held ég að pabbi þeirra eigi eftir að sjá mikin mun á þeim, eftir þessa 10 daga sjálfsskipuðu útlegð okkar.  Grin

Ferð aystur á hérað 27 feb. til 6 mars 004


Blessuð sértu sveitin mín.

Ég komst í gær í bíltúr í gömlu sveitina mína.  Fljótshlíðina. Ég fór með fjölskyldunni, foreldrum mínum og systkynum.  Ég hélt kannski að ég myndi fyllast einhverri svaka nostalgíu við að koma í gömlu sveitina mína, en svo reyndist ekki vera.  Ég sé ekki mikið eftir jörðinni sem pabbi og systkyni hans seldu fyrir nokkrum árum.  Vildi í rauninni að þau hefðu gert það svo miklu miklu fyrr, því búskapurinn var alltaf kvöð á foreldrum mínum.  En pabbi tók við búinu þegar foreldrar hans dóu í bílslysi.  Hann ætlaði aldrei að verða bóndi.  Ég held að mamma hafi aldrei verið ánægð í sveitinni.  Allavegana er ég fegin að þau skuli ekki búa þar.  Ekki misskilja mig, þetta er yndislegur staður. En engin okkar var nokkurn tímann frekar ánægt þarna. Þessvegna er ég svo hissa að pabbi og mamma skyldu tolla þarna eins lengi og raun bar vitni.  En það gerðu þau.

Ekki besti talsmaðurinn

Æ ættu nú Merzedes Club ekki að láta einhvern annan sitja fyrir svorum en Egill vitgranna Gillzenegger.  Það vita það allir að maðurinn hefur stærste egó ó landinu. En það vita líka margir að það meikar ekki alltaf mikin sens það sem hann segir.  Og í rauninni meikar ekkért sens sem hann segir.  Þar sem ég met hógværð mjög mikils, þá finnst mér þetta alger óþarfi.

Æ svo fer maðurinn eitthvað svo í taugarnar á mér.  Eins og bandið er gott.  Ég er enþá á því að Merzeders Club eigi sko fullt erindi í Eurovision.  Við sendum þau bara næst. Smile

 


mbl.is Vilja vera nakin í myndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sunnlenskum slóðum.

Höfum það rosalega gott í fríinu fyrir sunann.  Það gétur verið gott að skreppa á Hostel Amma af og til.  Mig grunar að ungviðið sé alveg að fíla það.  Annars var skellibjallan að skúra eldhúsgólfið með ömmu áðan.  Þær voru með sitthvorn þveigilinn og skúruðu sem mest þær máttu. Í morgun voru þær að ryksuga og þurrka af og sú litla gaf nöfnu sinni ekkért eftir í hreingerningunum.  Myndarstúlka sem ég á, myndu sumir segja.  En hvort að þessi verkvilji eigi eftir að endast eitthvað áfram það er spurning.  Ykkur að segja vona ég að hún erfi snyrtimennskuna frá honum föður sínum, því að það verður að viðurkennast að ég gét átt það til að vera ansi mikill draslari.  Og æði oft fer það í tuagarnar á snyrtipinnanum manninum mínum.  En svona er bara lífið. Ég er alltaf að læra og það kémur fyrir að ég á það til að vera voða myndarleg.  Ég þreyf meira að segja kaffikönnuna hennar mömmu í gær, bara af einskærum myndarskap.  En nú er ég komin mjög svo vel út fyrir efnið.  Þannig að við höfum það mjög gott.  Hugurinn reykar reyndar til Símonar sem er einn í kotinu í frekar leiðinlegru veðri austur á landi.  Nágrannarnir sem búa í húsunum þrem á sömu lóð eru ekki einu sinni heima.  Vonum bara að honum leiðist ekki allt of mikið.  Æ maður hugar alltaf heim, og þó ég sé borin og barnfæddur sunnlendingur, þá á ég orðið heima fyrir austan.  Það er sá staður sem ég hef valið fjölsyldu minni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband