Færsluflokkur: Dægurmál
16.4.2008 | 11:10
Vorið er bara víst komið!!
Farið þið bara í Blómaval. Þar er sko vor. Allir garðálfarnir og pottablóminn, og gróðurmoldin. Já ég fór í blómaval hérna á Egilstöðum í morgun og komst í sumarskap. Það var svo mikið af blómum til sölu og garðálfum og svoleiðis dóti. Og ég fór strax að sakna þess að hafa ekki garð. En það stendur vonandi til bóta. Nú langar okkur að fara að fara á fullt í að reyna að koma okkur í nýtt hús sem mun standa á ættaróðalinu. Vonandi gétum við byrjað að byggja í sumar og vonandi verð ég komin með lítin sætan garð sumarið eftir 2- 3 ár. En þangað til verð ég bara að rækta pottaplöntur hérna inni. Verst að ég er ekki með neinar alminnilegar gluggakistur þannig að ég gét ekki haft potta í gluggunum. Kannski fær maður sé bara hillur.
Hér á Héraðinu hefur líka hlýnað. Það er merki um að vorið sé komið. Það var ekki frost í morgun. Ber nýrra við. Já og vorboðarnir eru sko komnir. Það er allt sundurgrafið á Egilstöðum. Verktakarnir eru komnir á stjá. Og svo eru þeir byrjaðir á vinnunni við að breykka Rangárbrúna. Það er einbreið brú á þjóðvegi 1, rétt norðan við Egilstaði. Einbreiða brúin þar sem maður mætir ALLTAF bíl. Þó að maður hafi ekki mætt einum einasta bíl alla leiðina. Alltaf skal maður mæta bíl á einbreiðu brúnni. En nú á að fara að breikka hana. Og veitir ekki af.
Svo sókti kella um nýja vinnu í gær. Kannski ekki besti dagurinn til þess. Það gékk eiginlega ekkért annað upp. Í gærmorgun komst bíllinn ekki í gang og við mæðgur urðum klukkutíma of seinar í leikskólann. Bíllinn komst svo í gang þegar búið var að géfa honum start. Og þegar að svona nokkuð kémur fyrir þá fer allt úr skorðum hjá manni. En ég fór samt og sókti um vinnuna. Svo nú er bara að krossa allt sem hægt er að krossa. Og vona.....
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 11:55
Unglingar í dag
skemmta sér víst best við þá yðju að berja aðra unglinga með kúbeini. Eða eins og gaurinn sagði ,,að dangla aðeins"
"hahahaha váá hvað er í gangi !?
vondir menn (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:18 "
Ég á bara ekki orð yfir þessum orðum. Ég er nú ekki gömul og ekki svo ægilega langt síðan ég var unglingur, en svona gerðu menn ekki þá. Það var kannski farið í einstaka gammnislag, en að nota kúbein, eða bara nokkuð annað verkfæri það datt manni ekki í hug.
þetta er nú svoldið mikið ýkt á mbl.is verð ég nú bara að segja.
ég var þarna. ég var nú samt á móti þessu en strákurinn var búin að veraa að hóta hinum strákunum og svona en hann var s.s. kýldur af einum stráknum, sem er veikkur by the way! Hann fer á BUGL einu sinni í viku og er á lyfjum og sér alveg rosalega eftir þessu. hann bara ræður ekkert við sig. og síðan skarst einn inní leikinn og lamdi hann í bakið með kúbeininum en hann er líka í meðferð núna og er ekki frá Selfossi. En svona gerast ekki bara hlutirnir en eins og ég hef oft sagt.
en eins og fólk segir; selfoss er ekki lengur lítill, sætur og saklaus bær
sigríður tinna ben (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:27
En mér er bara andsk..... saman hvort þetta var ýkt eða ekki, eða hvort að einstaklingarnir eru veikir eða ekki.
SVONA GÉRIR MAÐUR EKKI!!!!
Það er engin afsökun fyrir svona hegðun og ef að unglingar skemmta sér best á þennan hátt þá veit ég ekki hvert heimurinn er á leiðinni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/08/bordu_pilt_med_kubeini/
http://totad.blog.is/blog/totad/entry/499759/#comments
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2008 | 11:48
Nú varð mér á
Og viðurkenni mistök mín fúslega. Uppskriftin í síðustu færslu er af jólaköku en ekki brúnköku. Bið ég alla ynnilega afsökunar á þessari skyssu minni og læt fylgja hér réttu uppskriftina af brúnkökunni hennar mömmu.
BRÚNKAKA mömmu
125 gr. smjörlíki
150 - 170 gr. púðursykur
½ tsk. kanill
1 egg
½ tsk negull
½ tsk sódaduft
250 gr. hveiti
1½ dl. súrmjólk
Og gangi nú öllum vel með baksturinn.
Sparnaðarráð dagsins í Sparibók Landsbankans:
,,043 Þú gétur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu."
Þekki þetta vel. Ég keypti ekki eldhúsrrúllur í einhver 3 ár eða eitthvað. En ég var líka alltaf að þvo viskastykki og tuskur, svo það er spurning hvort þetta spara þvottaefni. Nota enþá viskastykki stundum til að þurrka framan úr börnunum (en þau verða að var alveg hrein) Svo að það er ekki endilega nauðsynlegt að eiga eldhúsrúllur í eldhúsinu.
Og hérna er einn rúllubrandari (reyndar ekki eldhúsrúllubrandari heldur klósettpappírsbrandari)
Konan: ,,Ég er með svo lítil brjóst, hvernig ætli ég géti fengið stærri?"
Karlinn: ,,Taktu klósettpappír og nuddaðu honum í skoruna á milli brjóstana."
Konan: ,,Ha, virkar það?"
Karlinn: ,,Nú það virkar á rassinn á þér"
Hefði ég gengið frá mínum manni ef hann hefði sagt eitthvað svona.
Eigið svo góða helgi öllsömul
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 14:50
Sparnaðarráð
frá ,,hagsýnu" húsmóðurinni austur á landi.
Tekið úr Sparibók Landsbankans sem kom út í janúar 2003
,,040 Gamla súrmjólk ná nota til að gera ost. Síaðu mysuna frá í gegnum kaffipoka. Blandaðu því sem eftir verður saman við hakkaðan hvítlauk eða krydd og láttu standa inni í ísskáp. Þetta er hin besti smurostur"
Svo má náttúrulega alltaf baka góða brúnköku.
BRÚNKAKAN hennar mömmu
125gr. smjörlíki
125gr. sykur
1 egg
250 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1½ dl. mjólk (eða súrmjólk, í þessu tilfelli)
1dl. rúsínur
½ tsk. sítrónudropar
HRÆRT DEIG
Bakað við 180 - 190°C , þar til hætt er að heyrast í kökunni (vanir bakarar vita hvað við er átt)
Við vitum allar að stysta leiðin að mannsins er í gegnum munninn.
Knús og kossar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 11:17
Þessi lætur sko ekki vaða yfir sig
Myndbandið heitir: Old Lady VS. Jerk in Mercders.
Svona á að géra þetta.
8.4.2008 | 12:51
Tók rassíu í geymslunni í gær
Fann reyndar ekki það sem ég var að leita að en fann margt annað. Fann ekki nema svona fjóra dótakassa. Kassar og pokar með leikföngum, aðalega böngsum. Og það er heilt dótafjall fyrir í dótaherberginu. Og já, það er sko sérstakt herbergi fyrir dótið. Dóttirinn verður 4 ára í október. Hersu mikið af leikföngum gétur eitt barn átt. Og litla sponsið er ekki enþá farin að fá leikföng, en það kémur víst að því. O boy, o boy hvernig verður það þá. Það er ekki það að litla sé ekki farin að leika sér. Stóra systir á bara svo mikið af þessu. Ég bara næ þessu ekki. Ég ætti kannski bara að hafa garðsölu. Ég er nú ekki svo langt frá Þjóðvegi 1. Einhverja 2 km eða svo til. Það varður rífandi sala í sumar. Nei, ég má ekki láta svona. Það er dóttirinn sem á leikföngin, ekki ég.
Þarf reyndar að taka aðra rassíu í geymslunni og henda öllum pappírunum sem ornir eru úreltir. Gamlir gíróseðlar, síðan við bjuggum á Selfossi og allt. Talandi um að safna að sér dóti. Ég er alveg rosaleg. Maður geymir allt og hendir engu og endar með því að sitja uppi með allt allt of mikið af drasli. Ég þarf að fara að losa mig við fullt af dóti. Fara með föt í Rauða Krossinn. Og þá er ég að meina föt af okkur bóndanum. Er þetta dæmigert fyrir Íslendinga, eða er ég bara drasslari? Svo þarf að flokka allt draslið. PÚFF!!! Ég verð að taka til það sem eftir er ársins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 11:54
Sorglegt
Börðu pilt með kúbeini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 10:50
Hver er þessi Páll?
Ég veit að þetta er Páll Óskar. Og sjálfsagt hafa fleiri en ég áttað sig á því. En það kémur hvergi fram í fréttinni. Þarna hefði blaðamaður gétað vandað sig betur. Hann gleymdi því gersamlega að minnast á það að hann væri að vitna í Pál Óskar. Þetta hefði þess vegna gétað verið hvaða Páll sem er.
Lagið í góðum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 11:48
Konur án karla og karlar án kvenna
Já greinarmerkin géta breytt öllu. Og auðvitað er það þannig að konur og karla géta ekki á hvors annars verið.
Ég var að vinna með tveimur ungum konum í sumar. Ég vil halda að þær séu ungar því þær eru á svipuðum aldri og ég. Og þarna voru þær, þessar tvær ungu konur, í kaffitímanum, að ræða um karmennina í lífi sínu og hvað þær gætu nú ekki án þeirra verið, en önnur hafði verið án síns í ár einmitt. Þá fór hin eitthvað að spá hvort hún hefði ekki stundað neitt kynlíf á meðan. ,,Jú auðvitað, ég er ekki nunna!!!! En svo kom nú í ljós að hún hafði einu sinni verið án kynlífs í heilt ár. Og fannst hinni alveg rosalega mikið. Og þarna sat hún ég kasólétt af barni nr. 2 og hlustaði á þessar umræður hjá konunum. En það er nú ekki bara kynlífið sem kynin sækjast efttir hjá hvort öðru. Okkur finnst öllum gott að vera elskuð og að einhverjum þyki vænt um okkur, einhverjum öðrum en foreldrum systkynum eða öðrum skyldmennum. Það er eithvað svo stórkostlegt við það að einhverjum sem einu sinni var algerlega ókunnugur skuli þykja svona vænt um mann.
Þannig að karlar eru glataðir á kvenna og konur eru glataðar á manna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 10:25
Hallærislegt í meira lagi
Nú fóru Bretarnir alveg framúr sér í hallærisheitum. Pundið er orðið að einhverju leikfangi bara. Þetta er svo fáránlegt að maður á bara ekki orð.
Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
gerið ykkur grein að unglingar skemmta ser svona í dag, þú ert bara eitthvað old ! fæddistu a þarseinustu öld?
hahaha það eru allir snargeðveikir á sinn hátt ;)
það sást ekki á þessum dreng semvar lamin, hann var kýldur & rétt danglað með kúbeini í hann. Foreldrar & fullorðið fólk gera of mikið úr hlutum! :'D þetta var núbara smá glens
meina strakurinn sem var lamin hann bara trylltist áttum við að standa þarna og gera ekkert? kannski míga á hann eða?
well þetta er komið nóg, passiði aðeins hverju þið trúið sem þið lesið af netninu :/
kv. stór "crimmar" frá selfossi... :'D