Færsluflokkur: Dægurmál
8.3.2008 | 23:04
Ég er tíbískur íslendingur.
Hvað er á seiði hérna. Er allt á leiðinni til andsk.... Hvert er þetta þjóðfélag á leiðinni. Lætur þessi þjóð virkilega endalaust vaða yfir sig með endalausum hækkunum á eldsneyti og mat, og já bara öllu öðru. Jú, jú launin hækka, en það hækkar líka allt annað. Og þá meina ég ALLT ANNAÐ. bensínið kostar orðið formúlur og svona fólk eins og ég, sem býr upp í sveit og þarf að nota bíl. Hvers eigum við að gjalda. Eða blessaðir bændurnir, sem lepja nú þegar flestir dauðann úr skél. Það hækkar allt, áburðurinn, bensínið. En hvað kémur í staðinn? Umræða um að leggja niður verndartolla og fara að flytja inn hræódýra elrlenda vöru sem myndi endanlega fara með bændastétt Íslands í gröfina. Eigum við ekki að standa vörð um arfleið íslensks landbúnaðar? Eða er öllum bara nákvæmlega sama þó að heil stétt sé á kúbunni, bara á meðan fólk fær sitt ódýra kjöt eða ódýru kartöflur. Ég er ekki að segja að það eigi að hækka allar landbúnaðarvörur upp úr öllu valdi. Það ætti miklu frekar að hækka laun fólks í landinu svo það hefði nú efni á því að borga aðeins meira fyrir vörunna. Og hvar eru stjórnvöld? Hækkun persónuafsláttar, minn rass, meiri hlutinn af þeim peningum fer beint aftur til ríkisins í formi skatts. Það er ekki í lagi sko... Og fólk segir bara já já og amen. Tuðar kannski yfir þessu í nokkra daga en svo ekki meir. Ég efast t.d. stórlega um að ég géri sjálf nokkuð annað í málinu en að skrifa þennan pistil. Ég er jú alveg tíbískur íslendingur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 12:48
Aumingja konan
Ég vorkenni Lisu Maríu alveg óskaplega. Ekki samt fyrir að vera ólétt, það sko bara gaman og gleðilegt. Nei, ég vorkenni henni óskaplega fyrir að vera endalaust í skugganum af föður sínum. Sjáið bara fyrirsögnina ,,Afkomendum Elvis fjölgar". Ekki ,,Lísa María á von á barni, nei, allt þarf að snúast um kallinn, sem búin er að vera dauður í 30 ár. KOMON!! Konugreyjið á aldrei eftir að njóta sammælis. Enda held ég að hún hafi löngum átt dálítið bágt. Ég meina hún giftist Mikael Jackson. Og hún sem er alveg jafn rík og hann, ef ekki ríkari. Nei, hún á sko samúð mína alla, þessi kona sem aldrei fær að vera hún sjálf. Hún fær aldrei að vera Lísa María, heldur skal hún vera dæmd til að vera alltaf dóttir hans Elvis.
Afkomendum Elvis fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 12:19
Klár krakki eða....
vitlausir lögfræðingar? Mamman sagði að drengurinn væri ekki neitt undrabarn. Þá hlýtur prófið að hafa verið svona létt. Eru þá brasilískir lögfræðingar svona vitlausir. Eða bara lögfræðingar yfir höfuð. Ég ætla nú ekki að fara að alhæfa, en maður spyr sig.
Pilti meinað að hefja laganám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 11:56
AMEN! Heimur batnandi fer.
Það hýtur náttúrulega að vera þannig að ef að konur fá örlítið frí það eru þær kannski ekki allt of þreyttar þegar í bólið er komið. Því kynlíf er jú ekkér annað en hreyfing. Og ef að konur géta ekki hreyft sig af þreytu á kvöldin, já þá géta þær það ekki. Svo er líka bara sanngjarnt að kallarnir stundi smá heimilisstörf, þetta eru jú þeirra heimili líka. Og þeirra börn líka, í flestum tilfellum, svo þeir ættu að hugsa um þau líka. Sérstaklega þar sem báðir foreldrar vinna úti. Það er ekki sanngjarnt að konan komi þreytt heim úr vinnu og eigi þá eftir að, elda matinn, þvo 17 þvottavélar og baði öll börnin, og hundinn líka, á meðan kallinn kémur heim úr vinnu, líka dauðþreyttur að sjálfsögðu, og legst upp í sófa að horfa á fréttirnar. Þá verður frúin kannski líka bara það pirruð á því að hún hefur ekki minnsta áhuga á kallinum þegar upp í rúm er komið.
Svo gerið bara enn betur, herrar mínir, kannski bara borgar það sig.
Fleiri húsverk - meira kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 11:24
Hamingjan fæst ekki fyrir peninga, heldur í vöggugjöf
Þetta kom mér nú s.s. ekki á óvart. Það er kannski meira af foreldrum okkar í okkur en við viljum viðurkenna, og meira af okkur í börnuny-um okkar en þau vilja viðurkenna. Það hlítur samt að géfa aurgaleið að barn sem á hamingjusama foreldra hlítur að vera hamingjusamt, þó að það sé samt ekki algillt. Og á sama hátt hlítur óhamingja á heimili að smitsat til barnanna. Við þekkjum öll viðkvæðið ,,það er ekki í lagi heima", þegar einhver sýnir óviðeigandi hegðun. Það að mamma og pabbi stjórni því að miklu leiti hvernig okkur líður, þarf ekki að koma á óvart. Hvort sem þau gera það meðvitað eða ómeðvitað, með erfðum eða atferli. Ég er nú eiginlega bara hissa á því að einhverjum skyldi detta í hug að rannsaka þetta, maður hefði haldið að þetta væri svo sjálfsagt. En þetta er samt áhugavert.
Hamingjan er arfgeng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 12:25
Gúrkutíð!
Ég er voða slöpp eitthvað þessa dagana, í blogginu meina ég þá. Hef satt að segja ekki mikið að segja og líka frekar lítið af fréttum sem ég hef eitthvað að segja um. Þannig er það bara. Það er bara óttaleg gúrkutíð eitthvað. Börnin dafna vel, já og kallinn s.s líka ef því er að skipta. Já og auðvitað svo moi sjálf líka.
Datt annars í hug að það gæti verið sniðugt að fara að rifja upp menntskólafrönskuna. Ég á jú glósurnar enþá og allt. Er samt ekki á leiðinni til Frakklands eða neitt, það verður að bíða betri tíma. Annars bölvaði ég því í sand og ösku um daginn að hafa ekki lært þýsku í menntaskóla líka. Það hefði í rauninni verið miklu betra. Þýskan er miklu meira notuð á Íslandi. Öll þessi þýsku raftæki og allir þessir þýsku manuellar. Það eru engir leiðarvísar á frönsku. Allaveganna ekki manualinn með gervihnattadisknum sem bóndinn fjárfesti í um daginn. Nei, allra leiðbeiningar þar voru á þýsku, já og BARA á þúsku. Ekki á ensku, ekki á dönsku, ekki á frönsku, nei bara á þýsku. Ég var næstum því búin að hringja grenjandi í hana Ástu frænku sem á þýskann eiginmann. En þetta reddaðist nú. Þannig eru íslendingar. Það reddast alltaf allt. Og hver er s.s líka að lesa leiðarvísirinn. Íslendngar gera heldur ekki svoleiðis. Það er ekki innprentað í okkur.
Kannski er það sjálfsbjargarviðleitnin, kannski er það tóm heimska. Íslendingar virðast ekki virka sem voðalega skynsöm þjóð. En við kunnum að bjarga okkur, það meigum við eiga. Við veljum alltaf erfiðustu leiðinna, og förum gjarnan Krísuvíkurleiðinna að hlutunum. Þannig eru íslendingar bara. Við erum vön að þurfa að bjarga okkur við erfiðar áðstæður, og þegar hlutirnir eru of auðveldir þá þyngjum við þá aðeins. Það virðist lítil skynsemi í þvi, en svona erum við bara.
Sættum okkur bara við það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.3.2008 | 18:01
Fyrsta, annað og þriðja.
Þegar maður eignast börn fer maður ósjálfrátt að hugsa frekar um alla aðra en sjálfan sig. Það eru allir að segja við nýbakaðar mæður að þær megi nú ekki gleyma að hugsa um sjálfa sig.... en það bara gerist. Maður kannski ætlar ekki að láta það verða þannig, en þannig er það samt. Áður en ég átti börn var ég sko með mínar hugmyndir um barnauppeldi. Börnin mín áttu sko að verða svona og svona, en ég bara stjórna því ekki baun. Börnin eru einstaklingar hvort sem manni líkar betur eða verr, ekki vélmenni sem hægt er að forrita, þó að vissulega væri það hentugt stundum. En þá væri heldur ekki eins gaman. Og eitt var það sem ég ætlaði sko ALDREI að láta eftir börnunum mínum. Þeim yrði sko ekki plantað fyrir framan sjónvarpið ef að ég þyrfti að gera eitthvað. Imbinn átti sko ekki að verða barnapía fyrir mig. En svo eignaðist ég börn. Og eldra barnið var ekki orðin gömul þegar ég var farin að planta henni á gólfið með fullt af leikföngum í kring, og þar skyldi hún vera, því ég þurfti að elda mar og þvo þvott. Og henni var plantað fyrir framan barnatímann þegar hann var, og er í sjónvarpinu. Því þegar hún horfir á barnatímann, þá er minn tími. Eftir að börnin urðu tvo, þá er þetta aðeins flóknara, því yngri stelpan er ekki farin að fýla teiknimyndir enþá. Maður er enn að bíða eftir að hún fari að labba. Já og svo er það nú eitt, ég gat t.d. varla beðið eftir að eldri stelpan færi að labba. Hún fór svo að ganga óstudd um 14. mánaða aldurinn. Nú vildi maður óska að hún gæti tekið pásur svona af og til. Svona 5 mínótna pásur á 5 mínótna fresti. Það væri fínt sko. Maður þarf jú að pústa stundum.
En það breytir samt ekki því að þessi kríli eru yndisleg og ég vildi sko ekki skipta fyrir nokkurn hlut.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 10:59
Mánudagur í nýrri viku
Jæja, þá er helgin búin og komin mánudagur. Missti af Euroviasion, sem allir eru að tala um. Afþví að ég var á Tungublóti 2008. Þorrablótinu í Hróarstungu. Ykkar einlæg var í nefnd, fór upp á svið og voða stuð. Það tókst allt bara held ég mjög vel, og fólk var allmennt ánægt. Þá er tilgangnum náð. Allaveganna þá var þetta gaman.
Rúsínurnar voru heima í pössun á meðan, það komu tvær frænkur og pössuðu. Reyndar vorum við komin snemma heim. Um klukkan tvo. Hún Soffía litla er jú ekki nema 5 nánaða, en hún varð það á blótsdag.
Sunnudagurinn var svo bara tekin rólega, fórum auðvitað og gengum frá með mannskapnum, en það tók nú ekki nema rúmlega kkkutíma.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 10:27
Kalkúnn í Eurovision
Þetta er nú bara flott, það má ekki að taka allt allt of alvarlega. Þetta er bara flott og vonandi verður þetta góð skemmtun. Eurovision á að vera gaman.
Kalkúnn fulltrúi Íra á Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 13:44
Hó hó hó we say hey hey hey
Strákarnir segja all sem segja þarf.
Áfram Merceders Club!!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar