2.2.2008 | 17:12
Ætlar þetta ekkért að fara að skána?
Þegar ég vaknaði í morgun var bylur. Þriðja daginn í röð var bylur. En í nótt var langversti bylur til þessa. Ég beið bara eftir að þakið rifnaði af kofanum. En svona án gríns þá var þessi bylur rosalegastur af þeim öllum. Reyndar er veðrið orðið mjög skaplegt núna seinnipartinn og sennilega farið að hlýna eitthvað. Þeir sögðu allavegana í útvarpinu að það væri komin tveggja stiga hiti á Egilstöðum. Við erum nú ekkért svo mikið norðar.
Laugardagurinn var tekin bara rólega á þessu heimili. Litlan var reyndar mjög lengi að sofna eftir hádegi. Þessi elska er svo mikil partygella að hún vill helst ekki missa af neinu. (hefur það frá mömmu sinni). Eldri dóttirinn fór með pabba sínum í fjárhúsin. FÍNN LAUGARDAGUR.
P.S. Auðvitað unnu okkar fulltrúar spurningarkeppnina í Útsvari í gær. En það var s.s. vitað.
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þínir menn og kona voru miklu betri en norðanmennirnir og konan. til lukku með þitt fólk.
Svo bara kólnar hér fyrir sunnan - frost í tveggja stafa tölu. Of kalt fyrir minn smekk.
Sigrún Óskars, 2.2.2008 kl. 20:01
Takk, fyrir það, það á nú að fara að hlýna.
Þórhildur Daðadóttir, 4.2.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.