Leita í fréttum mbl.is

Nei hættu nú...

Þetta er ég ekki alveg tilbúin að kaupa.  Að það sé í lagi að drekka áfengi þegar maður er með barn á brjósti.  Ég bara bekeni það ekki.  Það hefur allt áhrif, það má ekki einu sinni borða mjög saltan mat án þess að krakkinn fái í magann.  Ég fann það m. a. s. þennan stutta tíma sem ég var með hana Soffíu mína á brjæosti að ef ég drakk koffín þann daginn þá var barnið með í maganum.  Ég er bara svo hissa að nokkur læknir skuli láta þetta út úr sér, og það í Svíþjóð sem ég hef alltaf haldið að væri heilbrigðasta þjóð í heimi.  Og að ætla með þessu að nútímavæða ráð handa ólétturm konum.  Mér þykir þetta nú frekar vera afturhvarf til fortíðar ef ég segi fyrir mig.  Ég bara skil þetta allsekki.

 


mbl.is Í lagi að drekka vín með barn á brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki. Ég á 3 börn og það fjórða á leiðinni og það var alveg sama hvað ég borðaði meðan börnin mín voru á brjósti, pepperoni, kál, baunir, kók og vín öll voru börnin mín voða ljúf og aldrei með í maganum. Ef rannsóknir hafa leitt þetta í ljós þá tel ég að okkur konum sé óhætt að trúa þessum niðurstöðum. Hinsvegar eru sum börn afskaplega viðkvæm og þola jafnvel ekki mjólk, það þarf bara hver og einn að finna sinn takt í þessu. Hófesmi er af hinu góða og öfgar eru ekki endilega af hinu góða.

kv. Agla 

Agla (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Er samt nokkur ástæða til að vara að taka einhverja sjénsa?

Þórhildur Daðadóttir, 11.3.2008 kl. 12:00

3 identicon

Þeir segja að áfengið renni úr mjólkinni eins og úr blóðinu. Þannig að það sé í lagi að gefa barninu brjóst svo lengi sem maður sé ekki ölvaður.

Hansapansa (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:34

4 identicon

þaðer heldur enginn að tala um að drekka sig fullan!!! taka enga sénsa! og þó svo að þetta væru vitlaus rök efast ég um að krakkinn detti dauður í gólfið

ss (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Mér finnst þetta samt vitlaust, eins og svo margt annað í heiminum.  Það er líka þannig með okkur mannfólkið að við trúum oft því sem við viljum trúa.  Og er þetta ekki bara eitt af því sem við viljum trúa?

Þórhildur Daðadóttir, 12.3.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hugrenningar húsmóður í námi

Þórhildur Daðadóttir
Þórhildur Daðadóttir

Hér koma nokkrar hugrenningar húsmóður í námi. Svona er þetta bara. :)

Email: simonogtota@simnet.is

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tenglar

Vefsíðulistinn

Mjög góður listi yfir vefsíður

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband