19.6.2008 | 10:53
Hvað er þetta hvíta?
spurði ég matargestina í gær, og benti út um gluggann. Allir urðu uppveðraðir, héldu sennilega að ég hefði séð ísbjörn, því þeir eru víst mikið á ferðinni núna. Kallinn var hálfnaður út í bílskúr eftir hólknum. En nei, engin var ísbjörninn, en hinsvegar féllu hvítar flygsur úr loftinu (án gríns), já það snjóaði hér í gær. Reyndar bara snjóél, en snjór samt. Það er júní! Það á ekkért að snjóa í júní. Það á að vera sól og blíða 20 stiga hiti og gott veður. Það á að vera þannig veður að ég nenni út úr húsi. Svo var ekki nema 6° hiti á Egilstöðum í morgun. 6° í júní! Þetta er náttúrulega bara lögreglumál
![]() |
Snjóþekja á Fjarðarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú ekki hlýindunum að fagna heldur hérna megin á landinu það er að segja á Snæfellsnesinu. Það er búið að vera norðaustan rok síðan á mánudag allavega á daginn, á kvöldin lægir stundum alveg niður í logn og maður veltir fyrir sér hvort það sé kannski best að snúa sólarhringnum við, sofa á daginn og vaka á nóttunni.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:37
Já það er búið að vera norðan skítakuldi .....já í júní. Fáránlegt.
Knús og kveðja úr sveitinni.
JEG, 19.6.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.