Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
31.7.2008 | 18:36
Jæja...
... nú eru bændur komnir í frí!!
Og komin suður á Selfoss.
Til stendur að fara ýmislegt og út um allt.
En aðalerindið er sjötugsafmæli á sunnudaginn.
Lifið heil!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 17:23
Bíddu hver.....?
Ég fer að gleyma því hvernig kallinn minn lítur út.
Það er rétt svo að hann komi heim til að sofa.
Hann má varla vera að því að sofa, eða borða, eða nokkuð annað.
Já svona er lífið í sveitinni. Nóg að géra.
Ég þarf liggur við að stelast í tölvunna til að blogga.
Heyskaparfréttir:
Í mogrun var klárað að rúlla hjá bróður Bóndans.
Þ.e. það sem að lá flatt hjá honum.
Nú er Bóndinn að slá.
Slá restina að mér skylst.
Þannig að það gengur þrusuvel.
Enda má alveg ganga vel miðað við allar fjarvistirnar.
Fréttir af börnunum:
Nú er sú litla farin að standa upp við stuðning.
Það er þá aðalega stofuborðið og rúm systur hennar sem hún styður sig við.
Hún er líka farin að standa upp í rúminu sínu.
Frumburðurinn er að verða dáldið leið á fríinu.
Hún saknar gamla leiksskólans síns.
En það breytist vonandi þegar hún fer í þann nýja.
Það kémur sér að við höfum öll nóg að géra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 21:49
Kæru bloggvinir
Ég reyni að fara bloggvinahring reglulega. En nettengingin mín er handsnúin og ég hef ekki mikin tíma. Vona að mér sé fyrirgéfið þó ég kvitti ekki fyrir mig. En ég reyni að fylgjast með ykkur öllum. Ég hugsa allavegana til ykkar - er það ekki nóg?
Það er heyskapur sem aldrei fyrr. Nú er unnið á túnum bróður Bóndans sem eru á næsta bæ.
Allt í gangi.
Kveðjur og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 21:19
VÁ...
... hvað ég er búin að vera upptekin síðustu daga. Ég hef verið að líta eftir mínum börnum og annara, og taka á móti fullt af gestum og hitta endalaust af fólki og það er búið að vera brjálað að gera og.......
Frumburðurinn er komin heim. Hún kom heim á mánudag. Amma hennar keyrði hana bara austur á land rétt sísona og bróðir minn (örverpið) kom með.
Mikið rosalega var gott að fá hana heim og ég held að henni hafi þótt gott að koma heim. Hún var allaveganna ekki mikið á því að leyfa ömmu sinni að stoppa á leiðinni. Samt fannst henni rosa gaman á Selfossi og talaði aldrei um að fara heim. Sem er náttúrulega bara frábært. Hún er rosalega dugleg að fara svona ein landshluta á milli, ekki orðin 4 ára.
En það var ekki nóg með að mamma væri hérna í tvo daga. Heldur kom bróðir bóndanns líka með konuna og börnin 3. Þau voru í hjólhýsi og lögðu því í Blöndugerði. En stóru strákarnir þeirra vildu frekar sofa hér heldur en í þessu þrönga rými sem hjólhýsið er. Svo ég fékk tvo auka næturgesti. En það er bara flott. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir.
Í dag voru svo hjá mér dóttir og stjúpdóttir annars bróður Bóndans. Sá bróðir er í samstarfi með okkur í heyskapnum og frúin hans var að vinna en hann út á túni ásamt stráknum. Það var glatt á hjalla og rosa stuð hjá mínum snúllum báðum.
Veit ekki hvenær ég blogga næst.
Það er bara svo mikið að géra.
Bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 14:13
SELFOSS - frekar innileg færsla
Ykkur að segja er ég búin að vera langt niðri undanfarið. Sakna frumburðarins allsvakalega, en hún kémur heim á morgun. Hún er búin að vera á Selfossi hjá ömmu sinni og afa í nokkra daga. Og mig langar á Selfoss.
Við bjuggum á Selfossi þangað til fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan. Við áttum litla sæta íbúð, stóran garð og bílskúr. Á Selfossi á ég foreldra mína, bræður og flesta vini mína. Systir mín bjó líka á Selfossi þangað til í vor. Hún elti mig austur, fann sér mann og býr núna hér. Það er gott að hafa hana. En það breytir því samt ekki að ég sakna Selfoss allsvakalega á stundum. Ég fæ svona köst. Og undanfarið er ég búin að vera í kasti.
Við höfðum það voða gott á Selfossi. Höfðum komið okkur vel fyrir. Hefðum reyndar þurft að skipta fljótlega um húsnæði, því íbúðin okkar var lítill. En þá hefðum við bara gert það.
En svo fluttum við austur. Bóndinn til að láta gamlan draum rætast, nú er hann komin heim. Er að taka við búi af föðurbróður sínum og alsæll. Og ég vissi s.s. ekkért hvað ég var að fara út í, enda hefði ég aldrei slegið til hefði ég séð fram í tímann.
Jú, jú það á örugglega eftir að verða gott að búa hérna. Þegar maður fer að kynnast fólkinu. Ef maður kynnist fólkinu. Því það verður bara að segjast að manni er ekki beint boðin útréttur armurinn hérna. Það er rosalega erfitt að kynnast fólki hérna. Fólk er lokað og tekur ekki vel á móti aðkomufólki. Og það er það sem ég er hérna, aðkomumanneskja.
En hér er Bóndinn á heimavelli, á heimaslóðum. Alveg eins og Selfoss eru mínar heimslóðir, svona í hjartanu. Ég er ekki Selfyssingur, en á Selfossi finnst mér ég heima.
Ég er alin upp í Fljótshlíðinni. Gékk í skóla á Hvolsvelli og vann þar seinna í stæsta fyrirtæki bæjarins.
En á Selfossi byrjaði lífið. Þar átti ég mín bestu ár. Ég gékk þar í framhaldsskóla og eignaðist vini. Fann ástina og lífið. Þar eignaðist ég börnin mín, (þó að við höfum verið flutt austur þegar Soffía fæddist, þá átti ég hana á Selfossi.) Mér fannst við hafa það gott.
En nú er ég flutt austur. Ég þekki ekki marga hérna enþá, enda efrfitt að komast inn í samfélagið, og ég búin að hanga heima í fæðingarorlofi. En vonandi á það nú eftir að breytast.
Það tekur ekki nema klukkutíma að fljúga í bæinn og þrjú korter þaðan á Selfoss. Selfoss er og verður alltaf minn heimabær. Þó ég sé ekki alin þar upp og þó ég búi þar ekki núna.
SELFOSS ER!!!!
Þessi pistill er skrifaður með fullri virðingu fyrir Austfirðingum. Þeir eru eins og þeir eru og það væri skrítið ef þeir væru öðruvísi. Ég er bara í einhverju nostalgíukasti. Og það vita allir hvernig þessi nostalgígjuköst eru.
Lifið heil
12.7.2008 | 21:49
Og þá kom steypiregn...
...rétt í þann mund sem Bóndinn var búin að slá.
Bóndinn sló og sló í gær. Sumir héldu að hann ætlaði bara aldrei að hætta. Hann sló Leytið í gærdag og Brúartúnin í gærkvöld.
Og í morgun fór að rigna!!!
TÍBÍST!!!
En þá verður bara þurrkur á morgun í staðinn.
11.7.2008 | 17:53
Grasekkja í grasinu á grasinu, eða eitthvað.....
Ég er grasekkja, í bókstaflegri...
Bóndinn er í grasinu, á grasinu, eða hvað maður segir....
Það er s.s. heyskapur
Það var slegið á miðvikudag...
bundið í rúllubagga í gær...
og slegið meira í dag.
Og þar sem ég er með lítið barn, er ég voða mikið heima...
meðan Bóndinn er í grasinu.
Enda var húsmóðirinn á heimilinu búin að segja
að hann ætti að vera í fríi um Versló!!!
Knús á línuna
10.7.2008 | 22:46
Þar kom það!!!
Bóndinn kom með það í kvöld!
Nettengingin okkar er náttúrulega handknúin, og ég vissi það ekki.
Það skýrir ýmislegt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 14:02
Akkurat núna...
...bara nenni ég ekki að vera til. Ég nenni ekki að draga andann. Finnst raunar varla taka því. Frumburðurinn er enþá í vellistingum á Selfossi hjá ömmu sinni og afa, Bóndinn í heyskap, að binda, rúlla fyrstu túninn. Litlan sofandi og ég sit hérna og hundleiðist. Nóg að géra! Ég bara nenni því ekki! Og auðvitað er þessi blessaða eldgamla hhhhææææægggggggenga nettenging mín alveg extra hæggeng í dag. Enda er ég að spá í að fara að skipta. Því að ef ég á að vera í góðu sambandi við umheiminn, þá verð ég að hafa góða nettengingu. En þar sem ég bý upp í sveit, þá á ég ekki kost á að fá mér ADSL. Ég fengi mér pottþétt svoleiðis ef ég gæti. En nú verð ég að fara að kanna hvað er best. Hvað virkar hjá mér, og hvað það kostar. Það kostar allt orðið svo mikið. En þar sem ég nenni ekki neinu núna þá nenni ég ekki þessu heldur. Fer á stúfanna á morgun, kannski.
Kveðjur úr sveitinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2008 | 10:54
Er á lífi!!
Er á lífi og komin í bloggheima aftur.
Búið að vera nóg að géra. Frumburðirinn búin að vera í fríi og við höfum bara notið lífsins. Hún lagðist svo í víking og flaug austur á Selfoss í gærkvöld. Guðrún Steinars vinkona kom í heimsókn um helgina. Kom á föstudag og flaug svo aftur suður í gær. Ég sendi frumburðinn minn með henni í flug því sú stutta ætlar í orlof til ömmu sinnar og afa á Selfossi. Hún var svo spennt í gær að hún mátti varla vera að því að kveðja foreldra sína í gær. Þannig að þetta var miklu efiðara fyrir okkur heldur en hana. Svo var hún bara alger engill í flugvélinni þessi elska. Vá hvað hún er dugleg.
Sláttur er hafin í Blöndugerði! Bóndinn sló fyrsta slátt í gærkvöld. Það á svo að ná því saman um helgina. Þannig að það er nóg að gera í sveitinni.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar