Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
31.1.2010 | 15:18
Það er fjör
Það er bara fjör hér í bænum, enda hefur næturlífið löngum verið ansi skrautlegt í þessu bæjarfélagi. En það er nú bara gott að lögreglan skuli fá ábendingar frá fólki um svona mál. Gott þegar góðborgarar þessa bæjar eru á varðbergi gagnvart stútum í umferðinni, sem eiga náttúrulega ekki að vera til.
Keyrði með tvo stuðara um bæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 12:39
Áramótaheitin
Þau voru fjölmorg í ár. Að fara að hugsa betur um sjálfan sig, koma sér í form, status á dag á fésbókinni, og að fara að blogga meira.
Það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki staðið við eitt einasta þeirra. Jú jú, kannski farin að drekka aðeins meira vatn en maður gerði og blogga einstaka færslu. En það er líka allt of sumt.
En nú eru að koma mánaðarmót. Mánaðarmót, áramót, er það ekki svona næstum því það sama? Nei ég bara spyr. En nú fer maður vonandi að taka á því. En þar sem ég veit að ég er ég, þá ætla ég ekki að vera með neinar yfirlýsingar.
Annars er það að frétta að exemið er að hrjá hana Soffíu núna. Það hefur legið niðri núna um hríð, en nú er hún öll útsteypt í andliti og á annari hendinni. Síðast kom þetta í kinnarnar, nú er það á hökunni og í kringum munninn. Ekki mjög skemmtilegt. En það er töggur í stelpunni og hún lætur þetta ekki hafa nokkur áhrif á sig.
Mér gengur líka bara vel í skólanum. Er miklu mun skipulagðari núna er í fyrra, enda var það s.s. ekki erfitt að bæta. Er búin með fyrstu verkefnahrinuna og sú næsta tekur við.
Góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2010 | 10:11
Læri að blogga.
Ég er að læra að blogga í skólanum. Eitthvað sem er bráðnauðsynlegt fyrir alla kennara víst.
Nei, nei svona án gríns, þá er gott að geta komið frá sér efni út á netið, og þá erum við að tala um fræðsluefni. Því það er jú miðillinn sem nær best til blessaðar barnanna okkar.
Lifið heil!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 09:02
Maður er stolltur íslendingur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2010 | 08:55
Er það ekki bara málið?
Það voru örfáir útvaldir sem skuldsettu Ísland með blekkingum og svikum.
Nei, maður spyr sig!
Skammast sín fyrir bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2010 | 08:49
Getur ríkisstjórnin bara gert einn hlut í einu?
Er ekki hægt að vinna að upbyggingu samfélagsins meðfram Ísbjargarmálinu? Og afhverju ekki? Hvað eru ráðherrarnir margir? Einn? Tveir? Hafa þeir í alvörunni ekkért unnið í uppbyggingu landsins?
Nei, maður spyr sig!
Ríkisstjórnin í vandræðalegri stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2010 | 22:46
Hélt í alvöru...
... að ég væri búin að finna blogggírinn aftur eftir frekar dræmt bloggár síðasta ár. En hef þá sennilega bara tínt honum aftur.
Er að klára jólafríið. Á morgun byrjar skólinn. Já það er ágætt að vera í skóla. En það verður víst nóg að gera í náminu.
En svona er nú bara lífið
Góðar stundir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2010 | 13:39
Blessuð börnin!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2010 | 13:29
Sterkur forseti!
Já hann Ólafur okkar allra lætur ekki slá sig út af laginu. Gamli refurinn hefur engu gleymt og lætur ekki fréttahaukanna hrauna yfir sig.
Raunar er þessi umfjöllun bretanna mjög athyglisverð og segir meira en mörg orð.
Held samt ekki að hann hafi ekki verið í neinum kröppum dansi þarna. Hann einfaldlega rúllaði viðtalinu upp og lenti aldrei í neinum vandræðum með spurningar annars beitts spyrils.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2010 | 13:47
Held þeir ættu nú bara sjálfir að smakka...
...Hrefnukjötið! Leitun er að öðru eins lostdæti. Og matreiðslumöguleikarnir óþrótandi.
En hvað er eiginlega málið með þetta öfgafólk. Hefur það ekkért betra að gera en að trufla vinnandi fólk?
Árekstur á hrefnumiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar