28.1.2009 | 14:48
Bloggfærsla
Búin að fara blogghringinn.
Nenni ekki að blogga um pólitík.
Er virkilega ekkért annað um að vera?
Bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 15:46
Ég er nútímafýkill!
Það er nefnilega alveg merkilegt hvað maður er orðin háður nútímanum og öllum þessum þægindum sem fylgja honum. Ég lenti í því í sumar að uppþvottavélin mín bilaði, smá bilun sem hægt var að laga, en setti allt heimilislíf úr skorðum.
Á laugardag síðasta var sjónvarpslaust heima hjá mér, þ.e. að sendir sjónvarpsins á Gagnheiði var óvirkur. Þetta var alveg skelfilegt!!! Það bjargaði okkur að vera með gervihnattadisk sem hægt var að horfa á, en það eru náttúrulega bara erlendar stöðvar. Svona er maður.
Og nú er tölvan hjá mér biluð. Og ég verð að gera svo vel að blogga í vinnunni. Finnst það alveg hræðilegt en sætti mig við það.
Hvernig lætur maður þegar rafmagnið fer? Alveg friðlaus.
Ég held bara að maður verði að fara að taka sér tak og vaska upp við kertaljós, allaveganna ef að það kémur eitthvað upp á .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 11:45
Þetta finnst mér svolítið merkilegt.
Má eitthvað lesa í þessa frétt?
Nei ég bara spyr?
Kurteisir Bretar sukku með Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.1.2009 | 11:04
Nú bloggar maður...
...bara í vinnunni. Tölvan biluð og þarf til læknis.
Annars lítið að frétta. Krapasnjór á Héraði í dag. En gott veður. Dæturnar stignar upp úr kvefi og veikindum og allt í góðu þar. Það er bara allt í góðu.
Í Brúarási gengur lífið sinn vanagang. Aðalumræðuefninn eru mörg og margvísleg. Bækur og stjórnmál. Framsóknarflokkurinn þá aðallega og þeir austanmenn sem fóru mikin á þinginu Framsóknar. Söngvakeppninn komst líka á dagskrá en sökum sjónvarpsleysis þá er undirrituð ekki mikið inn í þeim málum. Sá ekkért sjónvarp allann laugardag og ekki nærsveitungar mínir heldur. Sendirinn á Gagnheiði var víst ekki virkur. En hvað um það. Veit bara að frændi minn blessaður komst áfram, enda lang besta lægið. Hann var svo sætur þar sem hann stóð með úkulelið sitt og söng svona líka ljómandi fallega. Það sá ég í endursýningu í gær en ekki mikið meira. Því miður. En svona fer lífið nú með mann hér fyrir austan.
Og bla bla bla. Og bla bla bla. Og bla bla bla.
Lifið heil.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2009 | 12:21
Nú held ég bara...
.... að ég varði að fara með tölvunna til doktorsins. Nú kemst ég ekki inn á netið heldur. Stellst til að blogga í vinnunni, svona á sunnudegi. Er ekki viðbjargandi. Veit reyndar ekki hver gæti litið á tölvunna því hér fyrir austan er lágt þjónustustig á svona öllu löguðu. Þarf bara aðeins að láta vorkenna mér pínulítið.
Annars er snjór, það var rigning í gær og svo snjór daginn þar áður, held ég.
Allt gengur annars sinn vanagang.
Lifið heil!
3.1.2009 | 13:18
Nýjar myndir
Var að setja inn nýtt álbum af dætrunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 15:59
Ég er...
...ekki búin að drekka einn einasta kaffibolla í allann dag. Sem verður að teljast afrek út af fyrir sig. Ég hef reyndar drukkið dáldið kók í staðinn og þannig sennilega fengið upp í koffínþörfina. Er einmitt að drepast í maganum núna. Við litla erum bara tvær heima. Bóndinn og Frumburðurinn fóru í fjárhúsin. Bóndinn var búin að vinna snemma, sem er bara gott. Það er alltaf gott að fá hann heim.
Við mæðgur fórum í kaupstað fyrir hádegi. Til stóð að fara í bankann með reikninga til að borga, því ég þóttist nokkuð viss um að bankarnir væru þeir einu sem myndu opna svona snemma. En nei! Landsbankinn opnaði ekki fyrr en kl. 13. Ég nennti nú ekki að bíða eftir því. En ég komst í Bónus, svo heimilið slapp við að verða mjólkurlaust. En ég gat svo borgað annan gíróseðilinn í heimabankanum, en ekki hin. Sem verður að teljast dálítið skrítið þar sem þeir eru frá sama aðila. Svona er þetta bara. Þetta hefur s.s. komið fyrir áður, en þá hef ég alltaf gétað farið í útibúið og þau hafa reddað þessu fyrir mig. Þau kunna á þessa kauða sem ekki gétað géfið út alminnilega greiðsuseðla.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 13:40
Akkurat núna....
...hef ég bara ekkért að segja. Mér finnst engar fréttir þannig að mig langi að blogga eitthvað um þær. Það eru allir bara svo djö.... svartsýnir. Það er ekkért í sjónvarpinu. (Nenni bara ekki að hofa á Silfrið), litlan sofandi og frumburðurinn að horfa á DVD myndina sem hún og amma hennar keyptu um helgina.
Foreldrar mínir komu um helgina. Ætuðu ekki að vera heima á silfurbrúðkauinu og komu þess vegna hoingað. Það vakti mikla kátínu hjá ungviðinu, sérstaklega frumburðinum sem sér ekki sólina fyrir ömmu sinni og afa.
Þannig að það er bara gott mál.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2008 | 23:40
Það hlaut að koma að því!
Veturinn er komin hérna austur á landi. Já það snjóaði hér fyrst í fyrradag, en var svo snjólaust í gær. Og nú er snjóföl hérna á hlaðinu.
Og fyrir ykkur sem hélduð að ég ætlaði að tala um kreppuna á bankanna:
Ha ha ha ha ha!!!
Þar lék ég laglega á ykkur. Nenni ekki að velta mér upp úr slíkum hlutum.
Komin í hálfgert jólaskap í snjónum bara. Fer reyndar bráðum að undirbúa þau arna. Held bara eitt stykki afmæli fyrst. Þegar Frumburðurinn verður 4. ára í enda mánaðarins.
Sko hvað ég hef verið alveg akkurat i planinu. Frumburðurinn er fæddur í endaðann október. Þegar sá pakki er búin allur, passar að fara að plana jólinn. Alveg passlega langt á milli pakka.
En við erum hress hér í snjónum fyrir austann. Bæði menn og málleysingjar. Rjúpurnar stungnar af eitthvað upp í fjall. Allar nema ein. Hún flaug á glugga í Leiksskólanum og steindrapst. Greyjið.
Nóg af bulli, knús og klemm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 12:57
Örvæntið ekki....
...ég er á lífi. Bara dálítið upptekin upp á síðkastið. En með bættri skipulagningu fer ég vonandi að hafa tíma til að blogga.
Nýjustu fréttir:
- Litlan er orðin eins árs og við héldum eitt skykki afmæli um daginn.
- Þeim systrum líkar vel á leikskólanum. Þær eru einu stelpurnar og algerar prinsessur í fimm strákahópi.
- Ég vinn og vinn, og vinn eiginlega allt of mikið.
- Bóndinn er á fulu í smalamennskum, það er víst þessi tími. En bráðum fer nú að hægjast um.
- Það er búið að vera næstum stansluast rok allann þennan mánuð.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar