21.8.2008 | 20:40
Nú eru allir mjög uppteknir
Nú er ég byrjuð að vinna og er rosalega upptekin.
Stelpurnar byrjaðar á leikskóla og rosalega uppteknar.
Bóndinn líka alveg jafn upptekin og hann hefur alltaf verið.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2008 | 15:05
Gælurjúpurnar að komast á legg.
Það er það skemmtilega við að búa í sveit að hér er mjög stutt í náttúrunna. Og það er alveg sérstaklega skemmtilegt hérna í Brúarási að hér er náttúrann beint fyrir utan stofugluggann. Ég geng út um svalahurðina og þá er ég komin út í móa. Ég þarf ekki nema að fara fyrir hornið til að komast í berjamó. Þetta er æðislegt.
Og í sumar er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með rjúpufjölskyldunni sem býr í móanum okkar. Við hjónaleysin erum búin að hafa gaman af að sjá unganna stækka í hvert skipti. Við töldum 10 unga. Og hefur móðirinn haft jafn vökult auga með þeim eins og við í allt sumar. Þetta eru orðin hálfgerð gæludýr.
En maður passar sig samt að láta þau í friði og lætur sér nægja að fylgjast með þeim út um gluggana. Og það hefur borgað sig. Fuglarnir þekkja okkur orðið og fljúga ekki þó við komum í eins meters fjarlægð. En það lýðst heldur ekki að fara nær. Ungarnir eru ornir svo spakir að þeir koma orðið upp á stétt. Einn þeirra var næstum komin inn áðan.
En nú eru litlu ungarnir ornir stórir og fljúga brátt úr hreyðrinu. Maður á eftir að sjá eftir að hafa þá ekki fyrir utan hjá sér. Vonandi verða þeir bara hér í vetur. Því það verður sko passað upp á þá.
Þessa tók ég út um eldhúsgluggann, einn unginn á stéttunni hjá mér.
Þær halda sig gjarnan við bílinn og jafnvel undir honum. Þær eru m.a.s. farnar að koma upp á tröppur.
Þetta eru orðin hálgerð gæludýr hjá manni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2008 | 18:26
Smá blogg
Sá mig knúna til að blogga. Samt ekkért sérstakt að frétta. Engar fréttir - góðar fréttir. Er það ekki alltaf sagt. Allt við það sama hjá mér og mínum austur á landi. Allt við það sama í höfuðborginni, í pólitíkinni þá. Vonandi jafn gott veður þar og hér, veðurslega séð. Ekki í pólitíkinni, þar er aldrei lognmolla.
Knús á alla sem eru ekki búnir að géfast upp á að lesa bloggið mitt. Nú ætla ég að fara að reyna að blogga oftar. Veit semt ekki hvort það hefst. Er að fara að vinna eftir helgi. Búin að vera heima í 11 og hálfan mánuð. Vantar bara hálfan mánuð upp á árið. O my god. Það er eftitt að fara að vinna eftir mánaðar frí, en eitt ár o boy, o boy. Samt ekki mikið frí með tvo gríslínga og kall
8.8.2008 | 09:58
S.s. ekki nýjar fréttir... eða þannig
Menn veiddu nú smá laxa hér í jökulánni áðurfyrr, þó að það hafi bara verið í smáum stíl.
Landeigendur binda annars miklar vonir við að laxveiði glæðist í ánni. Þetta er rosalega spennandi verkefni.
Annars veiddi nú Bóndinn vænan sjóbirting í ánni í vor, nýgengin og vænann. Fiskurinn hefur verið um 4 pund (held ég, hef sjálf ekkért vit á veiðiskap)
Sorry, ég varð bara að grobba mig aðeins.
Tíu laxar úr Jöklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.8.2008 | 19:52
Komin í sveitina
Jamm, skriðin aftur heim í sveit
Fríið er búið.
Ég hefði nú s.s. alveg gétað verið lengur, en Bóndinn hefur bara svo mikið
að gera.
Nú er það skítmokstur.
Já nóg að gera í sveitinni.
Helgin var annars bara rosalega góð. Afmælið hans afa tókst mjög vel upp. Og það var rosalega gaman að hitta fólkið sitt. Svo var svo fínt að hafa barnafólkið aðeins útaf fyrir sig, svo börnin gátu fengið örlitla ró á kvöldin, því ekki veitti af.
Frumburðurinn minn skemmti sér konunglega og náði ótrúlega vel saman við frændsystkyn sín. En það voru þarna líka ein stjúpfrænka 6 ára og einn frændi 3 ára.
Eins var þarna lítil snúlla sem er 5 mánaða, og bara dúlla.
Og svo allir hinir.
Rosalega var þetta gaman.
Skriðum svo heim í gær. Keyrðum allann daginn. Þreyttir en sáttir ferðalangar komu svo heim um kvöldmatarleytið í gær.
Og elsku stelpurnar mínar voru svo duglegar, alla þessa keyrslu. Vá hvað ég er ánægð með þær.
1.8.2008 | 17:34
Ég rambaði...
...inn í Bónus á Selfossi í dag. Og boy, ó boy hvað er erfitt að versla þar. Ég versla mikið í Bónus á Egilstöðum og þar er mjög þægilegt að versla. Bónus á Selfossi er stærri en samt þrengri. Og ef að það er mikið að gera eins og í dag, þá er bara ekki vinnandi vegur að versla þar. Hún er rosalega þröng og leiðinleg Bónusbúðin á Selfossi.
Fórum annars til borgarinnar stóru í dag. Heimsóktum tvær frænkur, föðursystur Bóndans og föðursystur mína. Svo var farið að versla. Það tók líka llllaaaaannnnnggggggaaaaannnnn tíma. Og trúið mér. Það er allt bilað á Selfossi, allstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2008 | 18:36
Jæja...
... nú eru bændur komnir í frí!!
Og komin suður á Selfoss.
Til stendur að fara ýmislegt og út um allt.
En aðalerindið er sjötugsafmæli á sunnudaginn.
Lifið heil!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 17:23
Bíddu hver.....?
Ég fer að gleyma því hvernig kallinn minn lítur út.
Það er rétt svo að hann komi heim til að sofa.
Hann má varla vera að því að sofa, eða borða, eða nokkuð annað.
Já svona er lífið í sveitinni. Nóg að géra.
Ég þarf liggur við að stelast í tölvunna til að blogga.
Heyskaparfréttir:
Í mogrun var klárað að rúlla hjá bróður Bóndans.
Þ.e. það sem að lá flatt hjá honum.
Nú er Bóndinn að slá.
Slá restina að mér skylst.
Þannig að það gengur þrusuvel.
Enda má alveg ganga vel miðað við allar fjarvistirnar.
Fréttir af börnunum:
Nú er sú litla farin að standa upp við stuðning.
Það er þá aðalega stofuborðið og rúm systur hennar sem hún styður sig við.
Hún er líka farin að standa upp í rúminu sínu.
Frumburðurinn er að verða dáldið leið á fríinu.
Hún saknar gamla leiksskólans síns.
En það breytist vonandi þegar hún fer í þann nýja.
Það kémur sér að við höfum öll nóg að géra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 21:49
Kæru bloggvinir
Ég reyni að fara bloggvinahring reglulega. En nettengingin mín er handsnúin og ég hef ekki mikin tíma. Vona að mér sé fyrirgéfið þó ég kvitti ekki fyrir mig. En ég reyni að fylgjast með ykkur öllum. Ég hugsa allavegana til ykkar - er það ekki nóg?
Það er heyskapur sem aldrei fyrr. Nú er unnið á túnum bróður Bóndans sem eru á næsta bæ.
Allt í gangi.
Kveðjur og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 21:19
VÁ...
... hvað ég er búin að vera upptekin síðustu daga. Ég hef verið að líta eftir mínum börnum og annara, og taka á móti fullt af gestum og hitta endalaust af fólki og það er búið að vera brjálað að gera og.......
Frumburðurinn er komin heim. Hún kom heim á mánudag. Amma hennar keyrði hana bara austur á land rétt sísona og bróðir minn (örverpið) kom með.
Mikið rosalega var gott að fá hana heim og ég held að henni hafi þótt gott að koma heim. Hún var allaveganna ekki mikið á því að leyfa ömmu sinni að stoppa á leiðinni. Samt fannst henni rosa gaman á Selfossi og talaði aldrei um að fara heim. Sem er náttúrulega bara frábært. Hún er rosalega dugleg að fara svona ein landshluta á milli, ekki orðin 4 ára.
En það var ekki nóg með að mamma væri hérna í tvo daga. Heldur kom bróðir bóndanns líka með konuna og börnin 3. Þau voru í hjólhýsi og lögðu því í Blöndugerði. En stóru strákarnir þeirra vildu frekar sofa hér heldur en í þessu þrönga rými sem hjólhýsið er. Svo ég fékk tvo auka næturgesti. En það er bara flott. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir.
Í dag voru svo hjá mér dóttir og stjúpdóttir annars bróður Bóndans. Sá bróðir er í samstarfi með okkur í heyskapnum og frúin hans var að vinna en hann út á túni ásamt stráknum. Það var glatt á hjalla og rosa stuð hjá mínum snúllum báðum.
Veit ekki hvenær ég blogga næst.
Það er bara svo mikið að géra.
Bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar