Færsluflokkur: Bloggar
23.4.2009 | 18:07
Gleðilegt sumar!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2009 | 17:52
Vorið er komið í Brúarás...
...og frúin komin í sumarskap. Finnst ótrúlega gaman að vakna við fuglasöng á morgnanna, en þó jafnvel enþá skemmtilegra að sofna undir honum á kvöldin. Skóarþrestirnir hópast að í umvörpum og álftir og gæsir kroppa á túnunum. Og í gær sá Bóndinn m.a.s. lóuna. Snjórinn er óðum að fara, og krakkarnir í skólanum eru alltaf úti að leika sér. Vinsælast er að fara í Eina Krónu. Já kannski kunna börn að leika sér enþá. Frúin á þessum bæ er komin í heilmikið vorskap. Stefnir þó ekki sérstaklega á neina vorhreingerningu þétta árið, þar sem til standur að flytja um mitt sumar. Þá þarf maður hvort eð er að þrífa. Svo er Bóndinn alltaf svo duglegur að halda í horfinu.
Heil og sæl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.2.2009 | 17:52
Það hlýtur að liggja í augum uppi...
að það eru sex mánuðir liðnir af sex mánaða hjónabandi.
Eða er það ekki?
Hér hefði mátt vanda betur til verka. Því miður eru svona mistök allt of algeng hjá mbl.
Peaches Geldof að skilja eftir sex mánaða hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2009 | 13:31
Er ekki bara í góðu lagi að eldast?
Tom sýnir gráa makkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2009 | 14:48
Bloggfærsla
Búin að fara blogghringinn.
Nenni ekki að blogga um pólitík.
Er virkilega ekkért annað um að vera?
Bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2009 | 15:46
Ég er nútímafýkill!
Það er nefnilega alveg merkilegt hvað maður er orðin háður nútímanum og öllum þessum þægindum sem fylgja honum. Ég lenti í því í sumar að uppþvottavélin mín bilaði, smá bilun sem hægt var að laga, en setti allt heimilislíf úr skorðum.
Á laugardag síðasta var sjónvarpslaust heima hjá mér, þ.e. að sendir sjónvarpsins á Gagnheiði var óvirkur. Þetta var alveg skelfilegt!!! Það bjargaði okkur að vera með gervihnattadisk sem hægt var að horfa á, en það eru náttúrulega bara erlendar stöðvar. Svona er maður.
Og nú er tölvan hjá mér biluð. Og ég verð að gera svo vel að blogga í vinnunni. Finnst það alveg hræðilegt en sætti mig við það.
Hvernig lætur maður þegar rafmagnið fer? Alveg friðlaus.
Ég held bara að maður verði að fara að taka sér tak og vaska upp við kertaljós, allaveganna ef að það kémur eitthvað upp á .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2009 | 11:45
Þetta finnst mér svolítið merkilegt.
Má eitthvað lesa í þessa frétt?
Nei ég bara spyr?
Kurteisir Bretar sukku með Titanic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.1.2009 | 13:18
Nýjar myndir
Var að setja inn nýtt álbum af dætrunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 15:59
Ég er...
...ekki búin að drekka einn einasta kaffibolla í allann dag. Sem verður að teljast afrek út af fyrir sig. Ég hef reyndar drukkið dáldið kók í staðinn og þannig sennilega fengið upp í koffínþörfina. Er einmitt að drepast í maganum núna. Við litla erum bara tvær heima. Bóndinn og Frumburðurinn fóru í fjárhúsin. Bóndinn var búin að vinna snemma, sem er bara gott. Það er alltaf gott að fá hann heim.
Við mæðgur fórum í kaupstað fyrir hádegi. Til stóð að fara í bankann með reikninga til að borga, því ég þóttist nokkuð viss um að bankarnir væru þeir einu sem myndu opna svona snemma. En nei! Landsbankinn opnaði ekki fyrr en kl. 13. Ég nennti nú ekki að bíða eftir því. En ég komst í Bónus, svo heimilið slapp við að verða mjólkurlaust. En ég gat svo borgað annan gíróseðilinn í heimabankanum, en ekki hin. Sem verður að teljast dálítið skrítið þar sem þeir eru frá sama aðila. Svona er þetta bara. Þetta hefur s.s. komið fyrir áður, en þá hef ég alltaf gétað farið í útibúið og þau hafa reddað þessu fyrir mig. Þau kunna á þessa kauða sem ekki gétað géfið út alminnilega greiðsuseðla.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 13:40
Akkurat núna....
...hef ég bara ekkért að segja. Mér finnst engar fréttir þannig að mig langi að blogga eitthvað um þær. Það eru allir bara svo djö.... svartsýnir. Það er ekkért í sjónvarpinu. (Nenni bara ekki að hofa á Silfrið), litlan sofandi og frumburðurinn að horfa á DVD myndina sem hún og amma hennar keyptu um helgina.
Foreldrar mínir komu um helgina. Ætuðu ekki að vera heima á silfurbrúðkauinu og komu þess vegna hoingað. Það vakti mikla kátínu hjá ungviðinu, sérstaklega frumburðinum sem sér ekki sólina fyrir ömmu sinni og afa.
Þannig að það er bara gott mál.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar