Færsluflokkur: Bloggar
1.10.2008 | 23:40
Það hlaut að koma að því!
Veturinn er komin hérna austur á landi. Já það snjóaði hér fyrst í fyrradag, en var svo snjólaust í gær. Og nú er snjóföl hérna á hlaðinu.
Og fyrir ykkur sem hélduð að ég ætlaði að tala um kreppuna á bankanna:
Ha ha ha ha ha!!!
Þar lék ég laglega á ykkur. Nenni ekki að velta mér upp úr slíkum hlutum.
Komin í hálfgert jólaskap í snjónum bara. Fer reyndar bráðum að undirbúa þau arna. Held bara eitt stykki afmæli fyrst. Þegar Frumburðurinn verður 4. ára í enda mánaðarins.
Sko hvað ég hef verið alveg akkurat i planinu. Frumburðurinn er fæddur í endaðann október. Þegar sá pakki er búin allur, passar að fara að plana jólinn. Alveg passlega langt á milli pakka.
En við erum hress hér í snjónum fyrir austann. Bæði menn og málleysingjar. Rjúpurnar stungnar af eitthvað upp í fjall. Allar nema ein. Hún flaug á glugga í Leiksskólanum og steindrapst. Greyjið.
Nóg af bulli, knús og klemm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2008 | 12:57
Örvæntið ekki....
...ég er á lífi. Bara dálítið upptekin upp á síðkastið. En með bættri skipulagningu fer ég vonandi að hafa tíma til að blogga.
Nýjustu fréttir:
- Litlan er orðin eins árs og við héldum eitt skykki afmæli um daginn.
- Þeim systrum líkar vel á leikskólanum. Þær eru einu stelpurnar og algerar prinsessur í fimm strákahópi.
- Ég vinn og vinn, og vinn eiginlega allt of mikið.
- Bóndinn er á fulu í smalamennskum, það er víst þessi tími. En bráðum fer nú að hægjast um.
- Það er búið að vera næstum stansluast rok allann þennan mánuð.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 20:40
Nú eru allir mjög uppteknir
Nú er ég byrjuð að vinna og er rosalega upptekin.
Stelpurnar byrjaðar á leikskóla og rosalega uppteknar.
Bóndinn líka alveg jafn upptekin og hann hefur alltaf verið.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2008 | 09:58
S.s. ekki nýjar fréttir... eða þannig
Menn veiddu nú smá laxa hér í jökulánni áðurfyrr, þó að það hafi bara verið í smáum stíl.
Landeigendur binda annars miklar vonir við að laxveiði glæðist í ánni. Þetta er rosalega spennandi verkefni.
Annars veiddi nú Bóndinn vænan sjóbirting í ánni í vor, nýgengin og vænann. Fiskurinn hefur verið um 4 pund (held ég, hef sjálf ekkért vit á veiðiskap)
Sorry, ég varð bara að grobba mig aðeins.
Tíu laxar úr Jöklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2008 | 17:34
Ég rambaði...
...inn í Bónus á Selfossi í dag. Og boy, ó boy hvað er erfitt að versla þar. Ég versla mikið í Bónus á Egilstöðum og þar er mjög þægilegt að versla. Bónus á Selfossi er stærri en samt þrengri. Og ef að það er mikið að gera eins og í dag, þá er bara ekki vinnandi vegur að versla þar. Hún er rosalega þröng og leiðinleg Bónusbúðin á Selfossi.
Fórum annars til borgarinnar stóru í dag. Heimsóktum tvær frænkur, föðursystur Bóndans og föðursystur mína. Svo var farið að versla. Það tók líka llllaaaaannnnnggggggaaaaannnnn tíma. Og trúið mér. Það er allt bilað á Selfossi, allstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2008 | 18:36
Jæja...
... nú eru bændur komnir í frí!!
Og komin suður á Selfoss.
Til stendur að fara ýmislegt og út um allt.
En aðalerindið er sjötugsafmæli á sunnudaginn.
Lifið heil!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 17:23
Bíddu hver.....?
Ég fer að gleyma því hvernig kallinn minn lítur út.
Það er rétt svo að hann komi heim til að sofa.
Hann má varla vera að því að sofa, eða borða, eða nokkuð annað.
Já svona er lífið í sveitinni. Nóg að géra.
Ég þarf liggur við að stelast í tölvunna til að blogga.
Heyskaparfréttir:
Í mogrun var klárað að rúlla hjá bróður Bóndans.
Þ.e. það sem að lá flatt hjá honum.
Nú er Bóndinn að slá.
Slá restina að mér skylst.
Þannig að það gengur þrusuvel.
Enda má alveg ganga vel miðað við allar fjarvistirnar.
Fréttir af börnunum:
Nú er sú litla farin að standa upp við stuðning.
Það er þá aðalega stofuborðið og rúm systur hennar sem hún styður sig við.
Hún er líka farin að standa upp í rúminu sínu.
Frumburðurinn er að verða dáldið leið á fríinu.
Hún saknar gamla leiksskólans síns.
En það breytist vonandi þegar hún fer í þann nýja.
Það kémur sér að við höfum öll nóg að géra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 21:49
Kæru bloggvinir
Ég reyni að fara bloggvinahring reglulega. En nettengingin mín er handsnúin og ég hef ekki mikin tíma. Vona að mér sé fyrirgéfið þó ég kvitti ekki fyrir mig. En ég reyni að fylgjast með ykkur öllum. Ég hugsa allavegana til ykkar - er það ekki nóg?
Það er heyskapur sem aldrei fyrr. Nú er unnið á túnum bróður Bóndans sem eru á næsta bæ.
Allt í gangi.
Kveðjur og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2008 | 21:19
VÁ...
... hvað ég er búin að vera upptekin síðustu daga. Ég hef verið að líta eftir mínum börnum og annara, og taka á móti fullt af gestum og hitta endalaust af fólki og það er búið að vera brjálað að gera og.......
Frumburðurinn er komin heim. Hún kom heim á mánudag. Amma hennar keyrði hana bara austur á land rétt sísona og bróðir minn (örverpið) kom með.
Mikið rosalega var gott að fá hana heim og ég held að henni hafi þótt gott að koma heim. Hún var allaveganna ekki mikið á því að leyfa ömmu sinni að stoppa á leiðinni. Samt fannst henni rosa gaman á Selfossi og talaði aldrei um að fara heim. Sem er náttúrulega bara frábært. Hún er rosalega dugleg að fara svona ein landshluta á milli, ekki orðin 4 ára.
En það var ekki nóg með að mamma væri hérna í tvo daga. Heldur kom bróðir bóndanns líka með konuna og börnin 3. Þau voru í hjólhýsi og lögðu því í Blöndugerði. En stóru strákarnir þeirra vildu frekar sofa hér heldur en í þessu þrönga rými sem hjólhýsið er. Svo ég fékk tvo auka næturgesti. En það er bara flott. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir.
Í dag voru svo hjá mér dóttir og stjúpdóttir annars bróður Bóndans. Sá bróðir er í samstarfi með okkur í heyskapnum og frúin hans var að vinna en hann út á túni ásamt stráknum. Það var glatt á hjalla og rosa stuð hjá mínum snúllum báðum.
Veit ekki hvenær ég blogga næst.
Það er bara svo mikið að géra.
Bæó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2008 | 22:46
Þar kom það!!!
Bóndinn kom með það í kvöld!
Nettengingin okkar er náttúrulega handknúin, og ég vissi það ekki.
Það skýrir ýmislegt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar