Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
31.1.2008 | 16:36
Talandi um að vera tæp.
Nú fór kellinginn alveg með það. Drösla börnunum út í bíl i blyndbyl og ofankomu og keyra með þau í Egilsstaði í skygni sem var - 2 metrar. Eldra barnið á leikskólann og litla með mömmu sinni í mömmuklúbb.
Það er blyndabylur og ekkért ferðaveður, en ég fór samt af stað. Ég þurfti jú að komast í minn mömmuklúbb. Við erum farnar að hittast í gamla sláturhúsinu, sem nú heitir Vegahúsið. Þar er búið að innrétta eins konar félagmiðstöð fyrir ungt fólk til að hittast. Aðstaðan er mjög kósí, en í morgun var helst til kalt þarna. Enda var litla dúllan mín ansi mikið farin að slappast undir það síðasta og við héldum að hún væri jafnvel komin með hita. Þannig að mín fór og hrindi á heilsugæslustöðina og sagðist vilja tíma með hraði. Ég fékk hann, en svo var barnið bara ekki það veikt. Læknirinn sagði þetta bara kvef og mamman andaði léttar.
Við börðumst svo heim í jafnvel verra veðri en um morgunnin. Ég hald að ég sé alveg búin að missa það að ana svona út í þetta veður. En hvað á maður að géra. Það er ALLTAF svona veður. Jú ókey, það var kannski óvenju slæmt í dag, en....
Maður spyr sig hvenær í ókopunum það ætli að skána. Með vorinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 15:35
Hollywood, Hollywood, Hollywodd.
Hollywoodmynd um Fischer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 16:11
Það er gaman að vera mamma!
Mér er mjög hugleikið mömmuhlutverkið í dag. Var að lesa viðtalið við hana Áslaugu Ósk í vikunni, og fór að hugsa hvað maður hefði það nú gott. Hún Sigga mín er þó BARA búin að vera með flensu.
Var að setja inn myndir á síðuna hjá dúllunum mínum. Og uppfæra dálítið. Það er t.d. komið eitt gullkorn í viðbót. Notaði tækifærið og ,,vafraði" aðeins á barnaland.is og stal svolítlu sem mig langar að deila með öllum.
Það er um það að vera mamma.
ÁÐUR EN ÉG VARÐ MAMMA
Áður en ég varð mamma borðaði ég
matinn á meðan hann var heitur, gekk
í hreinum fötum og gat spjallað í
rólegheitunum í símann.
Áður en ég varð mamma gat ég
farið seint í háttinn, sofið út um
helgar, greitt mér daglega og gengið
um íbúðina án þess að stíga á leikföng.
Áður en ég varð mamma velti ég
því aldrei fyrir mér hvort
pottaplönturnar á heimilinu
væru eitraðar.
Áður en ég varð mamma hafði
enginn kúkað, pissað eða ælt á mig.
Áður en ég varð mamma hugsaði ég
skýrt, hafði fullkomið vald yfir
líkama mínum og tilfinningum
og svaf alla nóttina.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei haldið grátandi barni föstu til
þess að læknir gæti sprautað það
eða tekið úr því blóðprufu.
Áður en ég varð mamma hafði ég
aldrei brostið í grát við að horfa í
tárvot augu og þekkti ekki þá
hamingjuflóðbylgju sem getur
sprottið af einu litlu brosi.
Áður en ég varð mamma sat ég
aldrei langt fram á nótt og horfði á
barn sofa eða hélt á sofandi barni
vegna þess að ég tímdi ekki að leggja
það frá mér.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki hvað ein lítil vera getur haft
mikil áhrif á líf manns og hversu
óendanlega sárt það er að geta ekki
kippt öllum vandamálum í lag.
Áður en ég varð mamma vissi ég
ekki að ég gæti elskað svona heitt og
hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.
Áður en ég varð mamma þekkti ég
ekki þetta einstaka samband móður
við barn sitt og gleðina sem fylgir
því að gefa svöngu barni brjóst.
Áður en ég varð mamma vaknaði ég
ekki tíu sinnum á nóttu til þess að
aðgæta hvort allt væri ekki
örugglega í lagi.
Áður en ég varð mamma hafði ég
ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum,
sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir
því að eiga barn.
Þetta er hverju orði sannara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2008 | 11:53
Veðraveturinn mikli.
Veturinn 1918 er þekktur sem frostaveturinn mikli. Ætli veturinn 2008 verði ekki þekktur í framtíðinni sem veðraveturinn mikli? Mér finnst að minnsta kosti að það sé alltaf vont veður. Kannski er það bara ég, maður verður jú frekar var við veðrið þegar maður býr á berangri upp í sveit. En ég er allaveganna að verða búin að fá alveg nóg af honum Kára kunningja mínum.
Ég fór með hana Siggu mína til læknis á laugardaginn, hún er víst með bronkítis og er komin á sýklalyf, svo hún fái ekki lungnabólgu upp úr þessu. Hún er búin að vera hitalus í 2 daga, en sökum veðurs þá fór hún ekki í leikskólann í dag. Alveg tíbíst. Vonandi kemmst hún á morgun. Sendi inn mynd af litla rokkaranum mínum sem frænka hennar tók
Það versta er bara að nú er Soffía komin með kvef líka.
En við vonum það besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 17:36
Egilstaðir rokka!
Tommy Lee alsæll á Egilsstöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.1.2008 | 16:21
Kvittið fyrir innlitið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 10:41
Stillt og góð.
Hef áhveðið að hegða mér vel í dag. Þó ég standi við orð gærdagsins.
Eldra afkvæmið er enþá lasin. Hún er nú samt öll að braggast og kemst vonandi á leikskólann eftir helgi. Mamman er alveg uppgéfin þessa dagana þegar litli orkuboltin er svona heima.
Hann Kalli okkar er loksins komin til okkar, eftir að hafa verið einbúi í íbúðinni á Egilstöðum í um 10 daga. kattargreyjið var dálítið ringlaður svona fyrst, en er allur að koma til.
Annars allt gott að frétta af Héraði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 10:39
Bara alveg óvart!
Ledger virðist hafa látist af slysförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.1.2008 | 14:23
Dagurinn í dag
Dagurinn í dag er um marg merkilegur dagur. Í dag eru 35 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey. Það þýðir að það eru 35 ár síðan mest allt móðurfólkið mitt flutti alfarið upp á land. Einhverjir fóru þó aftur og þessvegna á ég svo mikið af ættingjum þar. Í teilefni dagsins verður mikið húllumhæ í Eyjum m.a. blysför og hátíðardagsskrá í Höllinni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/23/35_ar_fra_gosinu_i_heimaey/
Hún litla Soffía Kristín okkar er 4. mánaða í dag. Hún vex og dafnar voða vel
Guðrún Sigríður tók upp á því að fá kvef svo mamma hennar kyrrsetti hana heim aí dag. En mér sýnist hún nú vera það hress að hún komist alveg í leikskólann á morgun. Auk þess þarf ég að útrétta svo mikið á morgun að ég læt hana bara fara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 10:17
Bæði étinn og skotinn, toppiði það.
Hann hefur eitthvað að segja barnabörnunum þessi.
Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar