Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
11.4.2008 | 11:48
Nú varð mér á
Og viðurkenni mistök mín fúslega. Uppskriftin í síðustu færslu er af jólaköku en ekki brúnköku. Bið ég alla ynnilega afsökunar á þessari skyssu minni og læt fylgja hér réttu uppskriftina af brúnkökunni hennar mömmu.
BRÚNKAKA mömmu
125 gr. smjörlíki
150 - 170 gr. púðursykur
½ tsk. kanill
1 egg
½ tsk negull
½ tsk sódaduft
250 gr. hveiti
1½ dl. súrmjólk
Og gangi nú öllum vel með baksturinn.
Sparnaðarráð dagsins í Sparibók Landsbankans:
,,043 Þú gétur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu."
Þekki þetta vel. Ég keypti ekki eldhúsrrúllur í einhver 3 ár eða eitthvað. En ég var líka alltaf að þvo viskastykki og tuskur, svo það er spurning hvort þetta spara þvottaefni. Nota enþá viskastykki stundum til að þurrka framan úr börnunum (en þau verða að var alveg hrein) Svo að það er ekki endilega nauðsynlegt að eiga eldhúsrúllur í eldhúsinu.
Og hérna er einn rúllubrandari (reyndar ekki eldhúsrúllubrandari heldur klósettpappírsbrandari)
Konan: ,,Ég er með svo lítil brjóst, hvernig ætli ég géti fengið stærri?"
Karlinn: ,,Taktu klósettpappír og nuddaðu honum í skoruna á milli brjóstana."
Konan: ,,Ha, virkar það?"
Karlinn: ,,Nú það virkar á rassinn á þér"
Hefði ég gengið frá mínum manni ef hann hefði sagt eitthvað svona.
Eigið svo góða helgi öllsömul
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 14:50
Sparnaðarráð
frá ,,hagsýnu" húsmóðurinni austur á landi.
Tekið úr Sparibók Landsbankans sem kom út í janúar 2003
,,040 Gamla súrmjólk ná nota til að gera ost. Síaðu mysuna frá í gegnum kaffipoka. Blandaðu því sem eftir verður saman við hakkaðan hvítlauk eða krydd og láttu standa inni í ísskáp. Þetta er hin besti smurostur"
Svo má náttúrulega alltaf baka góða brúnköku.
BRÚNKAKAN hennar mömmu
125gr. smjörlíki
125gr. sykur
1 egg
250 gr. hveiti
2 tsk. lyftiduft
1½ dl. mjólk (eða súrmjólk, í þessu tilfelli)
1dl. rúsínur
½ tsk. sítrónudropar
HRÆRT DEIG
Bakað við 180 - 190°C , þar til hætt er að heyrast í kökunni (vanir bakarar vita hvað við er átt)
Við vitum allar að stysta leiðin að mannsins er í gegnum munninn.
Knús og kossar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 12:48
Spara, spara, spara
Það er kreppa á landinu litla. Allir þurfa að spara. Þegar Ég var að gramsa um daginn rakts ég á lítin pésa sem mig minnir að ég hafi fengið á námsárum mínum. Námsmenn eru jú alltaf að spara. Í þessum pésa eru 153 sparnaðarráð. Misgáfuleg eins og að leigja málverk á veggina, í staðinn fyrri að kaupa þau. Hver segir að maður verði að hafa málverk á veggjunum? Svo eru líka sparnaðarráð sem allir fara eftir. Eins og að fara með flöskurnar og dósirnar í Endurvinnsluna. (sem minnir mig á það: ég þarf að fara að telja) Það eru flestallir sem géra það. En svo eru líka alveg stórkostlega sniðug ráð og langar mig að birta hér.
Litla kverið heitir Sparibók Landsbankans og kom út í janúar 2003
Ég birti sparnaðarráðin af handahófi:
,,005 Oft má drýgja fljótandi sápur og sjampó um 1/3 með vatni án þess að það komi niður á hreinlætinu."
Þetta geri ég mikið. Ég helli alltaf vatni í allar sápur, sjampó og m.a.s. uppþvottalögin þegar flaskan fer að verða búin. Svínvirkar.
"013 Lifðu einföldu lífi, að hjóla sparar peninga og bensín og er ókeypis líkamsrækt. Lestu bók í stað þess að leigja mynd eða leiktu við börnin."
Vá! Ég lifi einföldu lífi. Ég hef varla leigt spólu síðan Sigga fæddist. (hún verður 4 í haust). Það er rétt svo að ég horfi á sjónvarpið. En að leika við krakkana? Ójá það er sko mikið gert á þessu heimili. Sérstaklega upp á síðkastið, þar sem Sigga er búin að þurfa mjög mikla athygli.
"018 Skerðu hvers kyns túbur í tvennt og kreistu allt úr þeim áður en þú hendir þeim."
Þessu man ég eftir. Pabbi kallinn gerði þetta oft og ég man eftir að hafa séð hann ,,skéra upp" íssósutúbu og skafa úr henni.
Þannig að ég er kannski ekki svo glataður sparari eftir allt saman.
Á Héraði er alveg yndislegt veður í dag. Snjóföl yfir og glampandi sólskyn en frekar kalt. Svona ekta páskaveður. Mér finnst þetta rosa fallegt veður. Gott gluggaveður. Vorveður á Austurlandi. Vonandi er bara að koma vor.
Var að fá þær fréttir að trukkagellan systir mín er búin að fá vinnu hjá Malarvinnslunni og kémur því austur í vor.
Já ég held bara að það sé að koma vor.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 11:17
Þessi lætur sko ekki vaða yfir sig
Myndbandið heitir: Old Lady VS. Jerk in Mercders.
Svona á að géra þetta.
8.4.2008 | 12:51
Tók rassíu í geymslunni í gær
Fann reyndar ekki það sem ég var að leita að en fann margt annað. Fann ekki nema svona fjóra dótakassa. Kassar og pokar með leikföngum, aðalega böngsum. Og það er heilt dótafjall fyrir í dótaherberginu. Og já, það er sko sérstakt herbergi fyrir dótið. Dóttirinn verður 4 ára í október. Hersu mikið af leikföngum gétur eitt barn átt. Og litla sponsið er ekki enþá farin að fá leikföng, en það kémur víst að því. O boy, o boy hvernig verður það þá. Það er ekki það að litla sé ekki farin að leika sér. Stóra systir á bara svo mikið af þessu. Ég bara næ þessu ekki. Ég ætti kannski bara að hafa garðsölu. Ég er nú ekki svo langt frá Þjóðvegi 1. Einhverja 2 km eða svo til. Það varður rífandi sala í sumar. Nei, ég má ekki láta svona. Það er dóttirinn sem á leikföngin, ekki ég.
Þarf reyndar að taka aðra rassíu í geymslunni og henda öllum pappírunum sem ornir eru úreltir. Gamlir gíróseðlar, síðan við bjuggum á Selfossi og allt. Talandi um að safna að sér dóti. Ég er alveg rosaleg. Maður geymir allt og hendir engu og endar með því að sitja uppi með allt allt of mikið af drasli. Ég þarf að fara að losa mig við fullt af dóti. Fara með föt í Rauða Krossinn. Og þá er ég að meina föt af okkur bóndanum. Er þetta dæmigert fyrir Íslendinga, eða er ég bara drasslari? Svo þarf að flokka allt draslið. PÚFF!!! Ég verð að taka til það sem eftir er ársins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 11:54
Sorglegt
Börðu pilt með kúbeini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2008 | 10:50
Hver er þessi Páll?
Ég veit að þetta er Páll Óskar. Og sjálfsagt hafa fleiri en ég áttað sig á því. En það kémur hvergi fram í fréttinni. Þarna hefði blaðamaður gétað vandað sig betur. Hann gleymdi því gersamlega að minnast á það að hann væri að vitna í Pál Óskar. Þetta hefði þess vegna gétað verið hvaða Páll sem er.
Lagið í góðum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 11:48
Konur án karla og karlar án kvenna
Já greinarmerkin géta breytt öllu. Og auðvitað er það þannig að konur og karla géta ekki á hvors annars verið.
Ég var að vinna með tveimur ungum konum í sumar. Ég vil halda að þær séu ungar því þær eru á svipuðum aldri og ég. Og þarna voru þær, þessar tvær ungu konur, í kaffitímanum, að ræða um karmennina í lífi sínu og hvað þær gætu nú ekki án þeirra verið, en önnur hafði verið án síns í ár einmitt. Þá fór hin eitthvað að spá hvort hún hefði ekki stundað neitt kynlíf á meðan. ,,Jú auðvitað, ég er ekki nunna!!!! En svo kom nú í ljós að hún hafði einu sinni verið án kynlífs í heilt ár. Og fannst hinni alveg rosalega mikið. Og þarna sat hún ég kasólétt af barni nr. 2 og hlustaði á þessar umræður hjá konunum. En það er nú ekki bara kynlífið sem kynin sækjast efttir hjá hvort öðru. Okkur finnst öllum gott að vera elskuð og að einhverjum þyki vænt um okkur, einhverjum öðrum en foreldrum systkynum eða öðrum skyldmennum. Það er eithvað svo stórkostlegt við það að einhverjum sem einu sinni var algerlega ókunnugur skuli þykja svona vænt um mann.
Þannig að karlar eru glataðir á kvenna og konur eru glataðar á manna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 10:25
Hallærislegt í meira lagi
Nú fóru Bretarnir alveg framúr sér í hallærisheitum. Pundið er orðið að einhverju leikfangi bara. Þetta er svo fáránlegt að maður á bara ekki orð.
Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 19:27
Í sveitinni, í sveitinni
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar