Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
7.5.2008 | 11:40
Sólarsamba fyrir austan
Við kallinn minn dönsum kannski ekki sólarsömbu í dag. Þrátt fyrir glampandi sól og sumarblíðu. 15 stiga hiti á Egilstöðum, en því miður vantar mig hitamæli á eldhúsgluggan hjá mér svo ég veit ekki nákvæmlega hvert hitastigið er hjá mér. En það er örugglega hátt. Það er s.s. yndislegt veður á Héraði. Það eina sem vantar er bara bikiní og kokteill. (nei djók). En það er samt gott veður.
En ástæðan fyrir því að ég er ekki að dansa sólarsömbu við kallkvölina mína er sú að hann er manna uppteknastur þessa dagana. Suðburður er í fullum gangi og gengur bara vel. Símon er uppi á öllum tímum sólarhrings því að þessar skjátur spýta ungviðinu víst líka út á nóttunni. Hvað er þetta með þær? Sofa þær ekki? Þannig að ég er hálfgerð grasekkja þessa dagana. Kallinn rétt má vera að því að koma í mat, ef hann má þá vera að því. Ég þarf bara að fara að fá mér afleysingu. Nei, nei, þetta er allt í lagi. Ég fæ að hafa hann hjá mér í ellinni, þegar teyngdasynirnir verða teknir við búinu og við sest upp á þá.
En bless bless í bili. Verð að fara að géra eitthvað, þrífa húsið eða eitthvað, mamma er sko að koma um helgina. Allt að vera spikk og span.
BÆÓ
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 13:36
Elsku pabbi
Hann elsku pabbi á afmæli í dag. Hann er á mjög góðum aldrei. En þar sem að ég bý í öðrum landshluta en hann á verð ég að notast við tæknina og hringja í hann í kvöld. Gjafir eða blóm verða bara að bíða næsta árs, en þá á karlinn stórafmæli.
Pabbi stoltur með afastelpuna um páskana
Innilega til hamingju með afmælið elsku pabbi!
Jafnvel þó að þú lesir ekki blogg og sért yfirleitt á móti þeim, þá ætla ég samt að senda þér kveðju á blogginu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 11:08
Að vinna eða ekki vinna Eurovision?
Við gétum endalust vellt okkur upp úr þessari blessuðu Eurovisionkeppni.
Hefði sir Cliff unnið ef.....
Hefði hún Selma okkar unnið ef....
Hefði kannski Gleðibankinn unnið ef.....
???????
Ætli við komumst nokkurn tíman að því. Við verðum bara að sætta okkur við hlutina eins og þeir eru, eða voru...
Annað sætið svíður enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2008 | 21:43
Hvers konar blogg er þetta eiginlega?
Ég er búin að vera að velta því mikið fyrir mér undanfarið hvort og hvernig ég eigi að skilgreina bloggið mitt. Á það að fjalla um einhvað eitt fremur en annað? Einhvern einn flot á veröldinni, eða bara alla liti regnbogans? Það er skemmst frá því að segja að ég konst ekki að niðurstöðu. Eða kannski komst ég bara að þeirri niðurstöðu að komast ekki að niðurstöðu. En málið er að bloggið mitt fjallar um allt. Allt milli himins og jarðar og aðrar víddir líka. Semsagt þá skrifa ég bara það sem mér sýnist. Svona með annmörkum þó. Ég legg það ekki í vana minn að særa fólk. Allavega ekki viljandi og særandi skrif leyfi ég ekki. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ég reyni samt að vera hreinskilin, þvi að ég tel að fólk eigi að koma hreint fram.
Og afþví að ég er svo góð og reyni að gera öllum til hæfis. Solla mín. Þessi er fyrir þig.
Bóndinn og yngra afkvæmið á góðri stund.
Bæði svona líka myndarleg
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 16:54
Lífið í sveitinni
er annasamt þessa daganna. Sauðburður komin í fullann gang, sem slær nú aldeilis í gegn hjá heimasætunum. Gestagangur í fjárhúsunum í gær, laugardag. Kristrún kom með okkur í fjárhæusið og svo komu frænkur: Sjöfn, Kristín Helga, Kristín Rut og Unnur. Allir að skoða lömbin þrjú sem komin voru þá. Allt saman hrútar. Og í dag bættust svo þrjú við, líka allt hrútar. Þetta er nú valla einleikið. Guðrúnu Sigríði finnst algert æði að fara í fjárhúsin með pabba sínum. Sveitastelpan sú arna. Og auðvitað er litla farin að fá að fara með líka. Ekki seinna vænna. Því allir vita jú að snemma beygist krókurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar