Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
15.3.2008 | 17:16
Komin suður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2008 | 11:57
Lítum á björtu hliðarnar
Leitaðu að einhverju fallegu og þú munt finna það
Það er aldrei langt í burtu.
Það er nú samt ekkért ægilega fallegt ástand á heimilinu um þessar mundir. Gubbupestin herjar sem aldrei fyrr, nú er kallinn lagstur í rúmið líka og ég eiginlega sú eina sem er uppistandandi. Ég er farin að örvænta að hún Sigga mín verði ekki orðin góð á laugardaginn, það verður ekki gaman að fljúga með hana ælandi. Hún heldur engu niðri blessunnin en má nú samt eiga það að hún reynir að borða. Þessi elska.
Og nú er Símon líka orðin lasin, hann er komin með pestina. Það passar, maðurinn hættir að reykja og fær pest. Já henn er hættur að reykja. Og finnst það bara ekkért mál. Ég er mjög ánægð með hann þar. Vonandi heldur hann þessu bara.
Annars er ekkért að frétta. Eins og géfur að skilja er maður ekki mikið að bregða sér af bæ þegar ástandið er svona. Kannski gét ég bara klárað bókina sem ég er búin að vera að strogglast við í hálfan mánuð. Það er síðasta Harry Potter bókin og það er ekki það að hún sé svona leiðinleg. Fyrir tveimur börnum síðan hefði ég klárað hana á tveimur dögum kannski (ég er ekki mikil lesrtarhestur). En samt myndi ég ekki vilja skipta fyrir fimmaur. Börnin mín eru æðisleg og mér finnst ég vera svo rík að eiga þau. Líka þegar þau eru lasin. Því þá þurfa þau jú mest á þér að halda. Og auðvitað kappkostar maður að vera alltaf til staðar fyrir þessar elskur.
Bless í bili, þarf að fara að sinna börnunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2008 | 15:03
Nýtt útlit.
Já ég breytti um útlit á blogginu. Var orðin leið á hinu og vildi breyta til. Finnst þetta líka einhvernvegin hlutlausara.
Bæó
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 12:10
Gubbupest, EN GAMAN!
Já gubbubestin er komin í hús. Skellibjallan er sko engin skellibjalla í dag, liggur bara sofandi í sófanum drulluslöpp og ælandi. Við snérum við á leiðinni í leikskólann í morgun því hún gubbaði í bílinn, ÆÐISLEGT. Og nú þarf kallinn að taka sér frí eftir hádegi svo ég komist með hitt barnið til læknis. Sú er að fara til húðlæknis því hún fékk þennann líka svaka áblástur á hálsinn. Já hún fékk herpessýkingu í fellingar á hálsinum og er búin að vera á smirslum og kremi núna í nokkra daga. Hún er reyndar miklu betri en ég fer með hana til sérfæðings á eftir. Sérfræðings sem er á staðnum. En það er frekar óvenjulegt hérna á Austurlandinu. Venjulega koma þeir bara svona dag og dag, en þessi er hérna að staðaldri sem er mjög gott. Við höfum ekki einu sinni augnlækni á staðnum. Þeir koma einstaka sinnum. En svona er þessi heilbrigðisþjónusta. Þannig að hér er fjör á heimilinu. Og við sem ætlum að fljúga suður á laugardaginn. Það skal hafast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 11:52
Blogg er gott
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 11:28
Gömul sannindi og ný
Þetta hef ég nú s.s alltaf vitað, að vaktavinna væri ekki fyrir fjölskyldufólk. Enda er mér alveg voðalega illa við að vinna vaxtavinnu sjálf, með tvö lítil börn á heimilinu. En stundum er ekki um annað að ræða. Það er voða skítt.
Vaktavinna skaðar fjölskyldulífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2008 | 10:54
Nei hættu nú...
Þetta er ég ekki alveg tilbúin að kaupa. Að það sé í lagi að drekka áfengi þegar maður er með barn á brjósti. Ég bara bekeni það ekki. Það hefur allt áhrif, það má ekki einu sinni borða mjög saltan mat án þess að krakkinn fái í magann. Ég fann það m. a. s. þennan stutta tíma sem ég var með hana Soffíu mína á brjæosti að ef ég drakk koffín þann daginn þá var barnið með í maganum. Ég er bara svo hissa að nokkur læknir skuli láta þetta út úr sér, og það í Svíþjóð sem ég hef alltaf haldið að væri heilbrigðasta þjóð í heimi. Og að ætla með þessu að nútímavæða ráð handa ólétturm konum. Mér þykir þetta nú frekar vera afturhvarf til fortíðar ef ég segi fyrir mig. Ég bara skil þetta allsekki.
Í lagi að drekka vín með barn á brjósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2008 | 23:04
Ég er tíbískur íslendingur.
Hvað er á seiði hérna. Er allt á leiðinni til andsk.... Hvert er þetta þjóðfélag á leiðinni. Lætur þessi þjóð virkilega endalaust vaða yfir sig með endalausum hækkunum á eldsneyti og mat, og já bara öllu öðru. Jú, jú launin hækka, en það hækkar líka allt annað. Og þá meina ég ALLT ANNAÐ. bensínið kostar orðið formúlur og svona fólk eins og ég, sem býr upp í sveit og þarf að nota bíl. Hvers eigum við að gjalda. Eða blessaðir bændurnir, sem lepja nú þegar flestir dauðann úr skél. Það hækkar allt, áburðurinn, bensínið. En hvað kémur í staðinn? Umræða um að leggja niður verndartolla og fara að flytja inn hræódýra elrlenda vöru sem myndi endanlega fara með bændastétt Íslands í gröfina. Eigum við ekki að standa vörð um arfleið íslensks landbúnaðar? Eða er öllum bara nákvæmlega sama þó að heil stétt sé á kúbunni, bara á meðan fólk fær sitt ódýra kjöt eða ódýru kartöflur. Ég er ekki að segja að það eigi að hækka allar landbúnaðarvörur upp úr öllu valdi. Það ætti miklu frekar að hækka laun fólks í landinu svo það hefði nú efni á því að borga aðeins meira fyrir vörunna. Og hvar eru stjórnvöld? Hækkun persónuafsláttar, minn rass, meiri hlutinn af þeim peningum fer beint aftur til ríkisins í formi skatts. Það er ekki í lagi sko... Og fólk segir bara já já og amen. Tuðar kannski yfir þessu í nokkra daga en svo ekki meir. Ég efast t.d. stórlega um að ég géri sjálf nokkuð annað í málinu en að skrifa þennan pistil. Ég er jú alveg tíbískur íslendingur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 12:48
Aumingja konan
Ég vorkenni Lisu Maríu alveg óskaplega. Ekki samt fyrir að vera ólétt, það sko bara gaman og gleðilegt. Nei, ég vorkenni henni óskaplega fyrir að vera endalaust í skugganum af föður sínum. Sjáið bara fyrirsögnina ,,Afkomendum Elvis fjölgar". Ekki ,,Lísa María á von á barni, nei, allt þarf að snúast um kallinn, sem búin er að vera dauður í 30 ár. KOMON!! Konugreyjið á aldrei eftir að njóta sammælis. Enda held ég að hún hafi löngum átt dálítið bágt. Ég meina hún giftist Mikael Jackson. Og hún sem er alveg jafn rík og hann, ef ekki ríkari. Nei, hún á sko samúð mína alla, þessi kona sem aldrei fær að vera hún sjálf. Hún fær aldrei að vera Lísa María, heldur skal hún vera dæmd til að vera alltaf dóttir hans Elvis.
Afkomendum Elvis fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 12:19
Klár krakki eða....
vitlausir lögfræðingar? Mamman sagði að drengurinn væri ekki neitt undrabarn. Þá hlýtur prófið að hafa verið svona létt. Eru þá brasilískir lögfræðingar svona vitlausir. Eða bara lögfræðingar yfir höfuð. Ég ætla nú ekki að fara að alhæfa, en maður spyr sig.
Pilti meinað að hefja laganám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 26.4.2011 Hvað er betra en páskar með teyndó?
- 23.4.2011 Í borgarstjórn - í ríkisstjórn...
- 21.4.2011 Gleðilegt sumar!
- 5.11.2010 Alveg er þetta dæmalaust!!
- 25.10.2010 Þetta er kommunistastjórnin í landinu!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar